ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5330

Titill

Verkjamat, einkenni og meðferð brjóstverkjasjúklinga á bráðamóttöku

Útdráttur

Verkir eru algeng ástæða komu á bráðamóttöku og eru jafnframt vanmeðhöndlaðir í mörgum tilvikum.
Rannsókninni var beint að verkjamati við upphaf og lok meðferðar. Einnig voru einkenni skoðuð og sú meðferð sem brjóstverkjasjúklingar fengu á bráðamóttöku.
Stuðst var við megindlega aðferðafræði sem var lýsandi og framskyggð. Upplýsinga var aflað með rannsóknarmælitækjum sem fyllt voru út á bráðamóttöku samhliða upplýsingasöfnun um sjúklinga með brjóstverk. Þátttakendur voru allir 18 ára og eldri sem leituðu á bráðamóttöku með brjóstverk.
Þátttakendur rannsóknarinnar voru 101 talsins og var svarhlutfall 40%. Við innlögn á bráðamóttöku var verkjamat brjóstverkjasjúklinga að meðaltali 3,24 á NRS-verkjamatskvarðanum og lækkaði umtalsvert við lok meðferðar. Meirihluti þátttakenda (55%) greindi frá brjóstverk fyrir miðjum brjóstkassa, leiðni var algengust í vinstri handlegg og flestir fundu fyrir seyðing. Sú meðferð sem brjóstverkjasjúklingar fengu á bráðamóttökunni var í 40% tilvika súrefnisgjöf og 17% fengu verkjalyf.
Rannsóknin sýndi að verkjamat brjóstverkjasjúklinga er lágt við komu á bráðamóttöku. Einkenni brjóstverks eru sambærileg öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á brjóstverkjasjúklingum. Meðferð sem veitt var á bráðamóttöku var í samræmi við klínískar leiðbeiningar og má því álykta að fullnægjandi meðferð hafi verið veitt í flestum tilvikum þar sem verkjamat lækkaði við lok meðferðar.

Samþykkt
19.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS ritgerð.pdf3,06MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna