ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5369

Titill

CFTR klórgöng í ristilþekju hænsnfugla (Gallus gallus)

Útdráttur

Klórgöng í ristilþekju hænsna hafa ekki verið mikið rannsökuð. Þau eru til staðar en gerð þeirra liggur á huldu. Cystic fibrosis transmembrane regulator (CFTR) eru ein gerð af klórgöngum sem eru algeng í þekjuvef. Þau þjóna meðal annars stóru hlutverki í ristilþekju spendýra. Því var tilgangurinn með þessari rannsókn að kanna tilvist CFTR í ristilþekju hænsnfugla. Framkvæmd: Ristill hænsna, frá botnlöngum að coprodeum, fjarlægður og vöðvalag hans hreinsað í burtu. Þekjunni var þvínæst komið fyrir í Ussing baði sem var svo fyllt með Krebs fosfat búffer. Efnunum glúkósa, NPPB (klórgangahindi) og forskolin (CFTR örvari) bætt út í baðið í mismunandi röð til að kanna virkni klórganganna. Niðurstöður: Glúkósi hafði engin marktæk áhrif á jónaflutning yfir ristilþekjuna. NPPB hafði marktæk neikvæð áhrif á jónaflutning yfir ristilþekjuna og forskolin hafði marktækt jákvæð áhrif á jónaflutning yfir ristilþekjunna. NPPB hafði sömu áhrif á jónaflutninginn sama hvort það var sett á undan eða eftir forskolin og hindraði helmingi meira en það sem forskolin hafði örvað á undan. Forskolin hafð minni áhrif ef það var sett á eftir NPPB. Ályktun: CFTR klórgöng eru til staðar í ristilþekju hænsna en er líklegast ekki einu virku klórgöngin. CaCC eða ORCC eru hugsamlega einnig að finna í ristilþekju hænsna, en þess þarfnast frekari rannsókna.

Samþykkt
21.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
CFTR_klórgöng_i_ri... .pdf1,16MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna