is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5375

Titill: 
  • Eru tengsl milli starfsþjálfunar og starfsánægju?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að draga fram mikilvægi þess og ávinning fyrir fyrirtæki að efla þátt starfsþjálfunar í starfsemi sinni og stuðla að almennri starfsánægju meðal starfsmanna. Gerð var rannsókn meðal þjónusturáðgjafa Arionbanka þar sem lagðar voru spurningar fyrir ráðgjafana og tengdust spurningarnar fræðslustarfsemi bankans og starfsánægju. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort tengsl væru á milli einstakra þátta í starfsþjálfuninni og ánægju starfsmanna. Megindlegri rannsóknaraðferð var beitt og rafrænn spurningalisti sendur á alla þjónusturáðgjafa bankans.
    Ritgerðin er unnin út frá þremur rannsóknarspurningum en helsta spurningin er: Hvaða tengsl eru á milli starfsþjálfunar og starfsánægju þjónusturáðgjafa Arionbanka? Fræðilegur hluti ritgerðarinnar byggir á skrifum um mannauð, þekkingarauðlindir, starfsþjálfun og starfsánægju.
    Endurskipulagning varð á fræðslustarfsemi Arionbanka árið 2009 og höfðu þær breytingar sem gerðar voru í kjölfarið engar sýnilegar, neikvæðar afleiðingar meðal starfsmanna bankans. Mikill meirihluti starfsfólks er ánægður með það fræðslustarf sem þar er unnið og telur að þau námskeið sem haldin eru séu gagnleg og til þess fallin að auka þekkingu og færni starfsmanna. Almenn starfsánægja ríkir meðal þjónusturáðgjafanna og svo virðist vera að þeir starfsmenn sem hvað mestan þátt taka í fræðslustarfinu, séu ánægðari og jákvæðari þegar kemur að því að meta einstaka þætti fræðslustarfsins.

Samþykkt: 
  • 25.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru tengsl milli starfsánægju og starfsþjálfunar.pdf932.44 kBLokaðurHeildartextiPDF