is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5402

Titill: 
  • Mat á verkjum nýbura. Þýðing og forprófun á „Neonatal Pain Agitation and Sedation Scale“ (N-PASS)
Titill: 
  • Assessment of neonatal pain. A translation and pretesting of the „Neonatal Pain Agitation and Sedation Scale“ (N-PASS).
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkir nýbura hafa í gegnum tíðina verið vanmetnir og vanmeðhöndlaðir. Síðastliðin 30 ár hafa verið þróuð mælitæki til að meta verki nýbura og hafa samfara því orðið miklar framfarir í verkjamati þeirra. Eitt þessara mælitækja er Neonatal Pain, Agitation and Sedation Scale eða N-PASS sem metur langvinna verki, sefun og óeirð. Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og forprófa N-PASS mælitækið til að sjá hvort það væri réttmætt og áreiðanlegt í íslenskri þýðingu.
    Alls voru 22 börn í rannsókninni, 14 drengir og 8 stúlkur. Horft var á aldur barnanna út frá meðgönguvikum og voru þau á aldrinum 27 vikna og 4 daga til 44 vikna við mælingu. Börnin voru mæld þegar þau voru í ró, við inngrip sem ekki voru talin sársaukafull og sársaukafull inngrip. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði og t-próf háðra úrtaka.
    Niðurstöður sýndu að fylgnin milli allra þátta mælitækisins er jákvæð og réttmæt nema milli andlitstjáningar og lífsmarka. Niðurstöður sýndu marktækan mun milli þess þegar barn er í ró og þegar það verður fyrir sársaukafullu inngripi. Ekki var marktækur munur milli þess þegar barn er í ró og þegar það verður fyrir inngripi sem ekki er talið sársaukafullt né heldur milli sársaukafulls inngrips og inngrips sem ekki er talið sársaukafullt. Í ljós kom að mælitækið er ekki áreiðanlegt þar sem fylgnin milli tveggja rannsakenda var neikvæð og óréttmæt.
    Mikilvægt er að gera frekari rannsóknir á listanum til að sýna fram á áreiðanleika hans þar sem gott og nákvæmt verkjamat er grunnurinn að góðri verkjastillingu. Þetta þurfa hjúkrunarfræðingar á vökudeild að hafa í huga og eins að temja sér að nota mælitæki við mat sitt á verkjum nýbura.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á verkjum nýbura - Þýðing og forprófun á Neonatal Pain Agitation and Sedation Scale (N-PASS).pdf2.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna