is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5405

Titill: 
  • Tengsl hugrænnar færni og ofurábyrgðarkenndar við áráttu- og þráhyggjueinkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var í fyrsta lagi að kanna hvort ekki sé hægt að bæta hugræn líkön með því að sýna fram á samband taugasálfræðilegra hugsmíða og ábyrgðarkenndar við áráttu- og þráhyggjueinkenni. Í öðru lagi var reynt að víkka út hugmyndir um hömlun sem mælingu á hvatvísi, að hún geti einnig náð til hugrænnar hömlunar (RPI). Þátttakendur voru 50 konur út Háskóla Íslands. Þeir spurningalistar sem þátttakendur voru beðnir að fylla út í þessari rannsókn eru eftirfarandi: Obsessive-Compulsive Inventory – Revised (OCI-R), Responsibility Attitude Scale-10 (RAS-10), Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS,. Barratt Impulsiveness Scale (BIS – 11) og Attentional Control Scale (ACS). Auk þess voru tvö taugasálfræðileg próf lögð fyrir: AB-AC-AB paired association test og Operation span task- automated version(Aospan). Gert var ráð fyrir því að verri hömlun og minni vinnsluminnisgeta tengdust meiri áráttu- og þráhyggjueinkennum, og að aukin hvatvísi og verri athyglisstjórn gerði það einnig. Niðurstöður rannsóknar gáfu til kynna að aukin hvatvísi og verri athyglisstjórn tengdust meiri áráttu- og þráhyggjueinkennum. Hugræn hömlun tengdist áráttu- og þráhyggjueinkennum en einungis þegar tekið var tillit til kvíða og þunglyndis. Marktækt samband milli vinnsluminnis og áráttu- og þráhyggjueinkenna var ekki til staðar. Kannað var hvort samvirkni ábyrgðarkenndar við hömlun, vinnsluminni og hvatvísi spáðu marktækt fyrir um skor áráttu- og þráhyggjukvarða umfram það sem megináhrif þessara breyta gerðu. Samvirkniáhrif þessara breyta á einkenni áráttu- og þráhyggju voru ekki til staðar. Mögulega var úrtakið of lítið sem leiddi til þess að áhrif margra breyta náðu ekki að vera marktæk fyrir vikið.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERÐ.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna