is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/540

Titill: 
  • Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sveitarfélög og stjórnun þeirra er stór þáttur í íslensku þjóðfélagi og áhrif sveitarfélaga á mannlíf og atvinnulíf á hverjum stað er mjög mikið. Vinnustaðir á vegum sveitarfélaganna eru mjög margir og fjölbreytilegir. Þeir eru flestir landfræðilega fjarri hver öðrum og hafa þróast hver á sinn hátt með sína eigin menningu í gegnum árin. Í mótun starfsmannastefnu fyrir svona marga ólíka staði samtímis felst mikil áskorun. Það þarf að ná því fram að skapa heildarsýn og gera grein fyrir megináherslum, en jafnframt að gefa starfsstöðvum, deildum og stofnunum tækifæri til að halda sínum góðu einkennum og halda áfram að eflast sem sjálfstæðar einingar. Mótun stefnunnar tekur mið af hvernig hægt er að skapa farveg og umhverfi fyrir þróun sem er í takt við framtíðaráform og heildarstefnu sveitarfélagsins í heild og jafnframt að minnka vægi þeirra þátta sem hafa hindrandi og neikvæð áhrif á möguleikana til að eflast og þróast.
    Það þarf að gera sér grein fyrir því hvað það er í starfsumhverfi fyrirtækja sem hefur áhrif á árangur og einnig hvað gerir vinnustaði eftirsóknarverða. Gæði starfsævinnar byggjast m.a. á því hversu vel það starf sem þú gegnir og það starfsumhverfi sem þú starfar í uppfyllir þær þarfir sem þú hefur, þær kröfur sem þú gerir til starfsins og þær væntingar og hugmyndir sem þú hefur um lífsgæði almennt. Þessi lífsgæði innihalda þætti eins og að hafa tækifæri til að þróa mannlega hæfileika þína, hafa áhrif á skipulag starfs þíns og vinnuumhverfis, fordómalaus samskipti, virðingu og félagslega tengingu, einnig það að geta skapað eðlilegt jafnvægi milli starfs og einkalífs.
    Sú starfsmannastefna sem hér hefur verið mótuð fyrir sveitarfélagið Skagafjörð byggir á þessum þáttum og hefur m.a. að markmiði að stuðla að betra starfsumhverfi, eflingu mannauðs og einnig að stuðla að sem bestri og víðtækastri starfsánægju starfsmanna á hverjum vinnustað.
    Lykilorð: Mótun starfsmannastefnu, innleiðing starfsmannastefnu, starfsmannastefna sveitarfélaga, starfsmannastjórnun og mannauðsstjórnun.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
starfsmsskagafj.pdf900.78 kBOpinnStarfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar - heildPDFSkoða/Opna