ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5416

Titill

Þarfir foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein: Fræðileg samantekt

Útdráttur

Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að fjalla um þarfir foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein, reynslu þeirra og upplifun. Þarfir foreldra barna með krabbamein geta verið margskonar. Niðurstöður rannsókna sýna að algengustu þarfir foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein eru: upplýsingaþarfir, tilfinningalegar þarfir, félagslegar þarfir, sálfélagslegar þarfir, hagnýtar þarfir, trúarlegar þarfir og fjárhagslegar þarfir. Niðurstöður benda til að þarfir foreldra séu einstaklingsbundnar. Mikilvægustu þarfir foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein eru upplýsingar varðandi veikindi og meðferð barns, ásamt öðrum tilfinningalegum og félagslegum þörfum. Upplifun foreldra einkennist af miklu álagi og þeir upplifa tilfinningar eins og kvíða, hræðslu, reiði, óvissu og ótta við að missa barnið sitt. Aðlögun foreldra felst í að takast á við veikindi barnsins. Sú aðlögun er allt í senn, andleg, félagsleg og líkamleg. Það er foreldrum mikilvægt að reyna að viðhalda sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir veikindi barns. Umönnunarbyrði þessara foreldra getur verið mikil þegar þeir eru heima með barnið. Hjúkrunarfræðingar eru í miklum samskiptum við foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein. Því er mikilvægt að þeir þekki, meti og endurmeti reglulega þarfir foreldra barna með krabbamein. Þannig geta hjúkrunarfræðingar aðstoðað foreldra við að aðlagast og takast á við veikindi barns við breyttar aðstæður sem fylgir því að eiga barn með krabbamein.
Lykilorð: Þarfir foreldra, börn með krabbamein, reynsla og upplifun foreldra.

Samþykkt
26.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_Hulda_Dagmar.pdf338KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna