is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5433

Titill: 
  • Án dóms og laga. Um nafnbirtingar grunaðra afbrotamanna
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nafnbirting grunaðra sakamanna í fjölmiðlum er vandmeðfarið efni. Grundvallarsjónarmið togast á þegar tekin er ákvörðun um að birta nafn við slíkar aðstæður og mannréttindi hinna grunuðu eru oftar en ekki lögð undir. Starfsemi fjölmiðla og sá megintilgangur þeirra að upplýsa alla alþýðu manna um gang samfélagsins situr hinum megin borðsins og verður tæplega varpað fyrir róða enda fjölmiðlar gjarnan nefndir hið fjórða vald vestrænna þjóða sem hafa skuli eftirlit með hinum þremur og veita þeim aðhald. Í þessari rannsókn er spurningalisti lagður fyrir 50 Íslendinga sem hafa verið nafngreindir í fjölmiðlum vegna gruns um afbrot. Sumir þeirra reyndust sýknir saka, aðrir ekki. Allir hafa þó skoðanir og hér eru þær dregnar fram. Útkoman varð sú að 66 prósent þeirra sem nafngreindir hafa verið í íslenskum sakamálum eru ósáttir við þau örlög og var ýmist brugðið eða þeir reiddust. Það sama gildir um 78 prósent ættingja þeirra og 66 prósent vina. Neikvætt viðhorf samfélagsins töldu 60 prósent sig skynja og 14 prósent fundu fyrir neikvæðara viðhorfi vinnuveitanda. Við sama tækifæri var skoðað hvaða starfsreglur íslenskir fjölmiðlar hefðu sett sér um nafnbirtingu grunaðra manna, hvað íslensk lög segðu um málið, hvað væri að finna í starfsreglum Blaðamannafélags Íslands og hvernig dómstólar rökstyddu mál er af þessu risu. Svo var sambúð þessara þátta könnuð. Starfsreglur ríkisfjölmiðils og eins einkarekins miðils í átta erlendum ríkjum voru kannaðar um leið. Reglur íslenskra fjölmiðla eru almennt taldar hófsamar, DV, Stöð 2, Vísir og Bylgjan ganga lengst, Fréttablaðið fetar milliveginn en Morgunblaðið, Ríkisútvarpið og Víkurfréttir gæta mests hófs. Erlendir fjölmiðlar hafa sett sér mismunandi reglur og virðast Danir, Írar og Norðmenn síst birta nöfn en Bretar ganga lengst. Hollendingar birta almennt fornafn og upphafsstaf eftirnafns nema þegar augljóst er við hvern er átt. Allir aðspurðir hlífa börnum og fórnarlömbum ofbeldis og helstu viðmiðunarreglur eru svipaðar hjá öllum.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Án dóms og laga.pdf310.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna