ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5438

Titill

Hjúkrunarþarfir eftir mjaðmabrot og árangur meðferða. Fræðileg úttekt

Útdráttur

Mjaðmabrot hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér og geta orsakað örorku, skerðingu lífsgæða og jafnvel dregið eldra fólk til dauða. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að skoða hjúkrunarþarfir fólks eftir mjaðmabrot og hvernig þeim er mætt. Heimildaleit náði til rannsóknagreina og vefsíða með klínískum leiðbeiningum og leiddi í ljós að margar rannsóknir hafa verið gerðar um mjaðmabrot og endurhæfingu. Hjúkrunarferli hafa verið þróuð fyrir sjúklinga eftir mjaðmabrot, einkum fyrir bráðavandamál í sjúkrahúslegu. Færri hjúkrunarferli varða t.d. meðferð við beinþynningu og vannæringu.
Niðurstöður sýna að sé öllum hjúkrunarþörfum fólks eftir mjaðmabrot sinnt eru sjúklingar betur undirbúnir fyrir endurhæfingu og ná frekar fyrri færni. Einnig benda rannsóknir á mikilvægi þess að leggja áherslu á markvissa einstaklingshæfða endurhæfingu sem getur dregið úr endurinnlögnum, stytt legutíma og dregið úr kostnaði. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki við umönnun sjúklinga eftir mjaðmabrot. Niðurstöður hér benda á mörg tækifæri til að mæta enn betur hjúkrunarþörfum þessa sjúklingahóps, bæði í bráðafasa meðferðarinnar og í endurhæfingu. Vísbendingar eru um að með því megi efla endurhæfingu, bæta lífsgæði hópsins og stuðla að hagræðingu.
Lykilorð: Mjaðmabrot, hjúkrunarþarfir, hjúkrunarmeðferðir.

Samþykkt
28.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hjúkrunarþarfir ef... ..pdf774KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna