is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5439

Titill: 
  • Þróun spurningalista til að meta ánægju og reynslu barna af geðheilbrigðisþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessa verkefnis var að búa til marktækt mælitæki sem metur ánægju og reynslu barna af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Rannsóknir á því hvaða þjónustuþættir séu forsenda sjúklingaánægju barna eru af skornum skammti og fá marktæk mælitæki verið þróuð til að mæla sjúklingaánægju. Notast var við túlkandi fyrirbærafræði við öflun og úrvinnslu gagna. Tekin voru viðtöl við átta börn sem voru inniliggjandi á BUGL í apríl 2010 og var stuðst við viðtalsvísi. Við úrvinnslu gagna voru fjögur þemu greind úr viðtölunum en þau eru viðmót starfsfólks, daglegt starf, fastur rammi og andrúmsloft.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ánægja með þessa þætti væri forsenda sjúklingaánægju barnanna. Þeir þættir sem taldir eru hafa mestu áhrif á ánægju eru viðmót starfsfólks og skólastarf sem fellur undir þemað, daglegt starf. Tillaga var gerð að 18 atriða spurningalista sem ætlað er að mæla ánægju barnanna með þjónustu.
    Rannsakendur telja að þörf sé á að styrkja þekkingargrunn á því hvaða þættir stuðla að sjúklingaánægju barna og vonast til að fullunninn spurningalisti verði tekinn í notkun á barnadeild BUGL í náinni framtíð.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs ritgerd-pdf.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna