ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Kandídatsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5448

Titill

Heimafæðingar á Norðurlöndum - Ísland. Áhrifaþættir og reynsla foreldra af heimafæðingum: Forrannsókn

Útdráttur

Heimafæðingum hefur fjölgað mikið síðustu ár og eru nú um 2 % allra barnsfæðinga á Íslandi. Ekki er vitað með vissu hve margar konur skipuleggja heimafæðingu árlega hér á landi því fæðingar sem byrja heima og enda á sjúkrahúsi eru skráðar sem sjúkrahúsfæðingar.
Þrátt fyrir að heimafæðingum hafi fjölgað mikið síðustu ár, hafa rannsóknir ekki verið gerðar um skipulagðar heimafæðingar hérlendis sem varpa ljósi á hvað veldur því að foreldrar velja að fæða barn sitt heima, hver útkoma þeirra, reynsla og upplifun foreldranna er.
Tilgangur þessa verkefnis er að gera forrannsókn með því að forprófa mælitæki í íslenskum hluta samnorrænnar rannsóknar um heimafæðingar. Taka viðtal við foreldrana um helstu áhrifaþætti þess að foreldrarnir völdu að fæða barn sitt heima frekar en á sjúkrahúsi og um reynsluna af heimafæðingunni.
Stuðst var við eigindlega aðferðafræði og var úrtakið í verkefninu þægindaúrtak. Lagður var fyrir foreldrana spurningalisti til forprófunar og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sex foreldra sem höfðu fætt barn sitt heima í janúar-febrúar árið 2010.
Viðtölin voru greind í þrjú megin þemu: 1) Ákvörðun tekin um að fæða heima, 2) Hvetjandi/letjandi áhrif á ákvörðunina, 3) Upplifun af heimafæðingu.
Niðurstaðan er sú að foreldrarnir tóku ákvörðun um að fæða heima vegna fyrri reynslu, ósk um samfellda þjónustu og fá að fæða barn sitt hjá ljósmóður sem þau þekkja og treysta, í sínu umhverfi þar sem þau finna til öryggis. Foreldrarnir upplifðu fæðinguna sem jákvæðan fjölskylduatburð, konan hefði meiri stjórn í fæðingunni og makarnir höfðu meira hlutverk.
Lykilorð: Heimafæðing, öryggi við heimafæðingu, ákvarðanataka, reynsla, ljósmóðir.

Samþykkt
28.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heimafæðingar á No... . Áhrifaþættir og reynsla foreldra af heimafæðingum - forrannsókn.pdf696KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna