is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5452

Titill: 
  • Hjúkrunarstjórnendur framtíðarinnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nám hjúkrunarstjórnenda framtíðarinnar þarf að vera hagnýtt og ná yfir vítt svið. Hæfni í samskiptum, leiðtogahæfileikar, þekking á fjármálum, stefnumótun og stjórnun, og notkun gagnreyndrar þekkingar eru allt þættir sem framtíðarstjórnendur heilbrigðisstofnana þurfa að hafa til að bera.
    Til þess að hjúkrunarstjórnun geti þróast sem sjálfstæð fræðigrein er nauðsynlegt að hjúkrunarfræðideildir mennti sína eigin stjórnendur í stað þess að þeir sæki menntun sína annað. Mikilvægt er að hæfni hjúkrunarstjórnenda aukist frá ári til árs þar sem kröfur um sparnað jafnhliða kröfum um betri þjónustu aukast með hverju ári. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar verður meiri þörf fyrir hjúkrunarfræðinga og ein leið til að halda í þá í starfi er að hæfir leiðtogar með klíníska reynslu veiti þeim forystu. Allir þessir þættir leiða til þess að meiri kröfur verða gerðar til hjúkrunarstjórnenda framtíðarinnar. Niðurstaða umfjöllunarinar er sú að Háskóli Íslands bjóði upp á hagnýtt nám í hjúkrunarstjórnun sem gagnist þeim hjúkrunarstjórnendum sem það velja.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhann Kristján Eyfells verkefni.pdf306.18 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
forsíða.pdf33.5 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna