is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5455

Titill: 
  • Heimildagreining og klínísk athugun á kengúrumeðferð nýbura
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur var greina heimildir um kengúrumeðferð (KC), kosti, gagnsemi og áhættu og varpa ljósi á þætti tengda framkvæmd.
    Rannsóknin er annars vegar heimildagreining og hins vegar vettvangsrannsókn. Úrtakið er fræðileg umræða sem aðgengileg er í rituðum og munnlegum heimildum um meðferðina. Úr heimildaleitinni fengust 53 heimildir. 2 heimildir fjölluðu um kostnað við framkvæmd KC og ein fjallaði um kengúrumeðferð fyrir tvíbura. Þær heimildir voru ekki notaðar. Endanlegt úrtak samanstóð því af 50 heimildum. Þar voru 39 rannsóknargreinar,10 fræðigreinar og einn bókarkafli. Vettvangsathugun var framkvæmd með viðtölum við þrjá hjúkrunarfræðinga á nýburagjörgæslu og fimm foreldra sem hafa fengið kengúrumeðferð. Tilgangurinn með þeim samtölum var að skoða hvort reynsla starfsfólks og foreldra af KC væri í samræmi við heimildir.
    Í niðurstöðum rituðu heimildanna kom fram að aðal áhættuþættir felast í flutningi nýbura í og úr kengúrumeðferð. Gagnsemi er einkum fólgin í jákvæðum áhrifum á tengslamyndun, á vöxt og þroska barnsins og á líðan nýbura og foreldra. Flestar heimildanna fjalla um áhrif KC á lífsmörk nýbura. Allar sýndu fram á að kengúrumeðferð hefur jákvæð eða hlutlaus áhrif á lífsmörk nýbura. Samtöl við hjúkrunarfræðinga og foreldra studdu þessar niðurstöður.
    Niðurstöður sýna að KC er örugg meðferð að því gefnu að fyllsta öryggis sé gætt við flutning í og úr KC.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKA BS lokaeintak réttsniðmát.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna