is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5461

Titill: 
  • Mæðravernd kvenna í yfirþyngd: íhlutanir á meðgöngu. Fræðileg úttekt og rýnihópsviðtal
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita er vaxandi heilbrigðisvandamál víða um heim. Árið 2007 voru 43.8% íslenskra kvenna á barneignaraldri (18-39 ára) yfir kjörþyngd (LÞS >25 kg/m2) og af þeim voru 18.7% of feitar (LÞS>30 kg/ m2). Komið hefur í ljós í vestrænum ríkjum að fylgni er á milli offitu og bágrar þjóðfélags- og efnahagslegrar stöðu kvenna. Ofþyngd og offita á meðgöngu eykur líkur á ýmsum fylgikvillum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu, bæði hjá móður og barni. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að of mikil þyngdaraukning á meðgöngu, eykur líkur á hærri LÞS eftir fæðingu, en fyrir þungun, sem getur verið áhættuþáttur á ofþyngd og offitu síðar meir í lífinu. Einnig eru börn of feitra mæðra í aukinni áhættu að verða of feit á barnsaldri og það eykur líkur á offitu á fullorðinsárum. Meðgangan getur verið áhrifaríkur tími til að hafa áhrif á heilbrigðistengda hegðun kvenna, en á meðgöngu láta konur sig varða heilbrigði barnsins og eru í tíðum samskiptum við ljósmæður. Með því að styðja konur í að taka upp hollari lífsstíl og fyrirbyggja of mikla þyngdaraukningu ámeðgöngu, eru ljósmæður að veita mikilvægt framlag til heilsueflingar og forvörn gegn vaxandi offitu á meðal kvenna. Tilgangur með fræðilegri umfjöllun er sá að skoða árangur íhlutana sem fela í sér fræðslu og ráðgjöf um mataræði og hreyfingu á meðgöngu. Við lestur fræðigreina kom í ljós að íhlutanir á meðgöngu báru misjafnan árangur til að draga úr þyngdaraukningu kvenna en þar er frekari rannsókna þörf. Einnig skortir á þekkingu um langtíma áhrif íhlutana á heilbrigðistengda hegðun og LÞS kvenna eftir fæðingu, miðað við fyrir þungun. Til að fá innsýn í meðferð og umönnun kvenna í ofþyngd hér á landi var tekið rýnihópviðtal við þrjá heilbrigðisstarfsmenn sem starfa við mæðravernd.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-Sigríður Þormar-ljósmóðurfræði.pdf525.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna