ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5463

Titill

Þátttaka í barnabólusetningum: hlutverk og ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fræðilegt yfirlit

Útdráttur

Umræðan um öryggi bóluefna hefur aukist verulega síðastliðin ár og þátttaka í
ungbarnabólusetningum víða á mörkum þess að vera fullnægjandi, bæði hér heima og erlendis. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að koma auga á þætti er móta viðhorf foreldra til barnabólusetninga og skoða hlutverk og ábyrgð hjúkrunarfræðinga í samskiptum við foreldra. Gagna var aflað úr rannsóknargreinum og opinberum stofnanaskýrslum. Rannsóknir á viðhorfum foreldra til bólusetninga gefa til kynna áhyggjur af öryggi bóluefna, tortryggni í garð heilbrigðisstarfsfólks og lítinn skilning á ávinningi og áhættu bólusetninga. Mikilvægt er að leiðrétta ranghugmyndir almennings hvað varðar öryggi bóluefna ef tryggja á fullnægjandi þátttöku í bólusetningum og koma þannig í veg fyrir faraldra.
Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki sem málsvarar bólusetninga innan heilsugæslunnar. Ein af frumskyldum hjúkrunarfræðinga er að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku og oft á þeirra ábyrgð að fræða foreldra um ávinning og áhættu bólusetninga. Niðurstöður benda til þess að styrkja þurfi þennan þátt heilsugæsluhjúkrunar ef viðhalda á hárri bólusetningaþekjun í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar hafa tækifæri til að efla heilsulæsi foreldra í tengslum við bólusetningar og efla þannig heilbrigði.

Samþykkt
31.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
anna.lokaverkefni.pdf514KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna