is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5466

Titill: 
  • Ofþyngd og offita móður. Áhrif á upphaf og lengd brjóstagjafar: Fræðileg úttekt
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita hefur aukist á síðustu áratugum um heim allan. Á Íslandi á tímabilinu 1990 til 2007 jókst hlutfall of feitra kvenna á aldrinum 18-79 ára úr 9,5% í 21,3% frá árinu. Samfara þessari þróun hefur ofþyngd og offita meðal kvenna á barneignaraldri einnig aukist og er nú tíðni ofþyngdar hjá konum á aldrinum 18-39 ára um 25% og tíðni offitu um 19%. Áhrif ofþyngdar og offitu eru mikil og er talið eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál 21. aldarinnar. Ofþyngd og offita móður eykur á þróun vandamála á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu.
    Tilgangur þessa verkefnis er að skoða fræðilegan bakgrunn um áhrif ofþyngdar og offitu á brjóstagjöf kvenna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- málastofnun WHO, er mælt með að konur séu eingöngu með börn sín á brjósti fyrstu sex mánuðina og með annarri fæðu til tveggja ára aldurs. Talið er að góður félagslegur stuðningur við brjóstagjöf stuðli að því að flestar konur frá Norðurlöndunum hefja brjóstagjöf og að stór hluti barna, eða 80% eru ennþá á brjósti við sex mánaða aldur. Þrátt fyrir þennan stuðning þá hefur sýnt sig, líkt og annars staðar í heiminum að ofþyngd og offita móður hefur neikvæð áhrif á upphaf og lengd brjóstagjafar. Talið er að hér spili inn í líffræðilegir, félagslegir og sálrænir þættir konu.
    Stuðningur ljósmæðra sem og annars heilbrigðisstarfsfólks getur stuðlað að því að brjóstagjöf ofþungra og offeitra kvenna verði árangursrík. Þörf er á fleiri rannsóknum til að þróa frekar þekkingu um áhrif ofþyngdar og offitu mæðra á árangur brjóstagjafar.

    Lykilorð: Ofþyngd og offita móður, líkamsþyngdarstuðull, brjóstagjöf, upphaf og lengd brjóstagjafar, mjólkurmyndun, stuðningur ljósmæðra.

Samþykkt: 
  • 31.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni -Ólafía.pdf288.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna