is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5468

Titill: 
  • Hlutverk sameinda-sveigjanleika í hitastigsaðlögun subtilisín-líkra serín próteinasa
Titill: 
  • Hlutverk sveigjanleika í hitastigsaðlögun subtilasa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Helsti munur ensíma úr lífverum sem aðlöguð eru að mismunandi hitastigi er sá að kuldaaðlöguð ensím hafa yfirleitt hærri hvötunargetu við lág hitastig en miðlungshitakær og hitakær ensím, hins vegar eru þau ekki eins stöðug gagnvart hita. Þessir eiginleikar hafa verið tengdir auknum sveigjanleika myndbyggingar kuldakærra ensíma.
    Í þessu verkefni er gerður samanburður á subtilisín-líkum serín próteinösum sem aðlagast hafa mjög mismunandi hitastigi, um er að ræða próteinasa úr kuldakærri Vibrio-tegund (VPR) og hitakæra ensímið aqualysin I úr bakteríunni Thermus aquaticus YT-1 (AQUI). Einkum er sjónum beint að hlutverki sveigjanleika í hitastigsaðlögun ensímanna.
    Sýnt hefur verið fram á mikilvægi prólín amínósýra á yfirborðslykkju við N-endann á AQUI, sem ekki eru til staðar í VPR, fyrir hitastöðugleika þess. Því þótti áhugavert að kanna áhrif prólína við N-enda VPR∆C. Prólín stökkbreytingar (I5P og N3P/I5P) á VPR∆C leiddu til aukins hitastöðugleika ensímsins og einnig tilfærslu á rofstað N-endans til líkingar við N-enda röð AQUI. Þessi tilfærsla á rofstað N-endans kann að draga úr hreyfanleika þessa hluta próteinsins.
    Sameinda-sveigjanleiki myndbygginga ensímanna tveggja var metinn á millísekúndna tímaskala með mælingum á flúrljómunarbælingu Trp hópa í byggingu þeirra. Fyrir þessar mælingar var framkölluð stökkbreytingin Y191W á AQUI til að fá sama fjölda Trp hópa og jafnframt með sömu staðsetningar, í byggingum AQUI og VPR∆C. Flúrljómun Trp hópanna í kuldaaðlagaða ensíminu urðu fyrir meiri bælingu, sem gefur til kynna að VPR∆C sé með „opnanlegri“ eða sveigjanlegri myndbyggingu í samanburði við AQUI.
    Einnig var leitast eftir við að meta og bera saman staðbundinn sveigjanleika (á nanósekúndna tímaskala) ensímanna. Notast var við markvissar spunamerkingar og EPR (electron paramagnetic resonance) litrófsmælingar. Tilraunir til innsetningar á cystein amínósýrum með stökkbreytingum, á völdum svæðum, voru framkallaðar. Það reyndist erfitt að framkvæma spunamerkingu stökkbrigðanna á þessum völdu svæðum og eru hvarfaðstæður spunamerkingar enn í þróun. Spunamerkingar og EPR mælingar á einu af þessum völdum svæðum, S123C í VPR∆C og A123C í AQUI verða ræddar.

Styrktaraðili: 
  • Rannsóknarsjóður Háskólans og Rannsóknarsjóður RANNÍS
Samþykkt: 
  • 31.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hlutverk_sveigjanleika.pdf1.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna