is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/546

Titill: 
  • Kynfræðsla á rétt á sér : áhrif kynfræðslu á kynhegðun unglinga og viðhorf þeirra til kynlífs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að kanna hvort kynfræðsla hafi áhrif á kynhegðun unglinga og viðhorf þeirra til kynlífs. Þetta var jafnframt rannsóknarspurning rannsakenda. Í þessari ritgerð var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem rýnihópar eru notaðir til að kanna hvort unglingum finnst kynfræðsla hafa áhrif á kynhegðun þeirra og viðhorf þeirra til kynlífs. Rýnihópar eru notaðar til að öðlast betri skilning á viðhorfum og þeirri reynslu sem hópur býr yfir á ákveðnu viðfangsefni. Í úrtakið voru valdir tíu unglingar á sextánda aldursári úr einum grunnskóla á Akureyri og tóku þeir allir þátt í rannsókninni. Tekin voru viðtöl við tvo rýnihópa, annars vegar við fimm stelpur og hins vegar við fimm stráka. Við greiningu viðtalanna komu fram fjögur meginþemu. Þau voru kynlíf, kynfræðsla, kynhegðun og foreldrasamstarf.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að unglingum finnst kynfræðsla nauðsynleg og þeir vilja að kennarinn sjái að mestu leyti um hana. Unglingar eru nokkuð ánægðir með kynfræðsluna eins og hún er í dag, en þó mætti einblína aðeins minna á það neikvæða og í staðinn fjalla meira um það sem veitir ánægju í kynlífinu. Niðurstöður sýndu að kynfræðsla hefur áhrif á viðhorf og skoðanir unglinga um kynlíf. Strákarnir telja að klám gæti haft meiri áhrif á viðhorf unglinga til kynlífs heldur en kynfræðslan, en þeir telja kynfræðsluna nauðsynlega. Stelpunum finnst þær læra mikið af kynfræðslu og verða ábyrgari einstaklingar fyrir vikið.
    Nýta má niðurstöður rannsóknar til að þróa kynfræðslu unglinga í grunnskólum landsins fyrir þá sem sjá um hana og til að átta sig betur á því hvort og hvað gagnast í þeirri kynfræðslu sem unglingar fá.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynfraedslaarett.pdf405.58 kBTakmarkaðurKynfræðsla á rétt á sér - heildPDF
kynfraedslaarett_e.pdf79.67 kBOpinnKynfræðsla á rétt á sér - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kynfraedslaarett_h.pdf122.79 kBOpinnKynfræðsla á rétt á sér - heimildaskráPDFSkoða/Opna
kynfraedslaarett_u.pdf81.35 kBOpinnKynfræðsla á rétt á sér - útdrátturPDFSkoða/Opna