ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5473

Titill

Hvatar og hindranir á líkamsvirkni í þjónustuíbúðum aldraðra: reynsla kvenna á höfuðborgarsvæðinu

Útdráttur

Bakgrunnur. Fjölmargar rannsóknir sýna að aldraðir hafa mikinn hag af því að vera líkamlega virkir sem lengst. Slíkt fyrirbyggi sjúkdóma og seinki færniskerðingu en margt bendir til þess að aldraðir hreyfi sig of lítið miðað við ráðleggingar og konur enn minna en jafnaldra karlar. Mikið hefur verið byggt af húsnæði fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu en þó hafa engar rannsóknir verið birtar á Íslandi um áhrif búsetu í þjónustuíbúðum á líkamsvirkni íbúanna.
Tilgangur. Að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu eldri kvenna af því hvaða þættir hafa hvatt til eða hindrað líkamsvirkni þeirra eftir flutning í þjónustuíbúð.
Aðferð. Rannsóknin var eigindleg og byggðist á Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði. Tekin voru 12 viðtöl við 10 konur á höfuðborgarsvæðinu sem voru á aldrinum 72-97 ára (meðalaldur 84 ár) og höfðu búið í þjónustuíbúð frá 6 mánuðum upp í 20 ár (meðaltími 5 ár).
Niðurstöður. Hvatar og hindranir komu fram á líkamsvirkni kvennanna sem tengdust þremur meginþemum, efnislegu umhverfi, konunni sjálfri og félagslegu umhverfi. Hvatar tengdir efnislega umhverfinu voru upphitaðar gangstéttir, gott útivistarsvæði, nálæg verslun, kunnugleiki í hverfinu og þjálfunaraðstaða innanhúss en hindranir voru rok, hálka og brekkur. Hvatar tengdir konunni sjálfri voru fyrri lífstíll með hreyfingu, áhugahvöt, trú á eigin getu, upplifun af góðri heilsu, félagslyndi og reglubundið líf en hindranir voru lítil áhugahvöt, lítil trú á eigin getu og versnandi heilsa. Hvatar tengdir félagslega umhverfinu voru hvetjandi samband við fjölskyldu, þjálfunartilboð við hæfi, hvatning frá starfsfólki, heimasjúkraþjálfun og að upplifa hreyfimenningu. Hindranir voru letjandi samband við fjölskyldu, umönnunarbyrði og að hafa hvorki þjálfunartilboð við hæfi, hvatningu né hreyfimenningu.
Ályktanir. Í þjónustuíbúðum fyrir aldraða ætti hönnun umhverfisins að gera ráð fyrir því að hrumir, aldraðir einstaklingar komist þar um og fagaðilar þurfa að greina hvata og hindranir á líkamsvirkni. Stuðla þyrfti að myndun hreyfimenningar í þjónustuíbúðakjörnum og kynna umhverfið fyrir nýjum íbúum.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
31.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hvatar og hindrani... . Reynsla kvenna á höfuðborgarsvæðinu.pdf1,32MBLokaður Hvatar og hindranir á líkamsvirkni - heild PDF  
Hvatar og hindrani... . Forsíða, efnisyfirlit, heimildaskrá, fylgiskjöl.pdf473KBOpinn Hvatar og hindranir - forsíða, útdráttur, efnisyfirlit, heimildaskrá, fylgiskjöl PDF Skoða/Opna