ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5474

Titlar
  • Fræðileg greining á hugtakinu fjölskylduvirkni í hjúkrun

  • en

    Theoretical analysis of the concept of family functioning in nursing

Útdráttur

Mat á virkni í fjölskyldum gerir hjúkrunarfræðingum kleift að skilja betur breytingar á daglegum athöfnum og samskiptum fjölskyldna þar sem einn fjölskyldumeðlimur glímir við langvinn veikindi eða sjúkdóm. Slíka vitneskju er bæði hægt að nota í klínískum tilgangi og til að meta árangur fjölskylduhjúkrunar.
Tilgangur þessa verkefnis er meðal annars að kanna þróun mælitækja sem mæla fjölskylduvirkni og hafa verið notuð í hjúkrun síðastliðin fimm ár. Leitast verður við að skoða kenningarfræðilegan bakgrunn og uppbyggingu mælitækjanna og samanburður á þeim framkvæmdur. Vangaveltur verða um mikilvægi hugtaksins fjölskylduvirkni í hjúkrun og hvort það er góður mælikvarði á árangur fjölskylduhjúkrunar.
Helstu niðurstöður sýna að mælitæki í hjúkrun sem mæla fjölskylduvirkni eru ennþá á þróunarstigi. Þörf er á frekari rannsóknarvinnu hvað varðar öll mælitækin. Einnig kemur fram í niðurstöðum að kenningarfræðilegur bakgrunnur tækjanna er sóttur úr mismunandi áttum.
Verkefnið er ákveðið framlag til þekkingarþróunar innan fjölskylduhjúkrunar og hefur því gildi fyrir hjúkrun. Mikilvægt er að koma auga á þá þætti sem takmarka virkni í fjölskyldum vegna þess að veikindi eða sjúkdómur eins fjölskyldumeðlims hefur áhrif á heilbrigði og virkni allrar fjölskyldunnar.

Samþykkt
31.5.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
(Lokaverkefni- Hju... .pdf172KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna