ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5481

Titill

Þróun kvíðakvarða fyrir börn á grunnskólaaldri

Útdráttur

Flest bendir til þess að kvíðaviðbrögð séu á samfellu. Eðli kvíðaeinkenna hjá börnum breytist með aldri og þroska og því hefur reynst erfitt að fella kvíðavanda hjá börnum að geðgreiningarkerfum. Notkun atferlislista gerir kleift að skima fyrir hegðunar- og tilfinningavanda hjá börnum á fljótlegan og hagkvæman hátt. Hefðbundnir atferlislistar innihalda oftast atriði er spyrja um frávikseinkenni, sem skapar próffræðilegan vanda við notkun norma, en skekkja er í dreifingu svara þar sem flestir foreldrar svara atriðunum neitandi. Samin voru atriði sem tjáðu eðlilegan þroska og aðlögunarhæfni. Tekið var mið af helstu matstækjum sem meta kvíða hjá börnum og nýlegum kenningum. Tvær gagnasafnanir voru gerðar og voru atriðin endurskoðuð með hliðsjón af gögnunum. Í heildina fengust svör frá foreldrum 189 barna, eða samtals 328 listar. Meginniðurstöður eru að hægt er að orða mikilvæg kvíðaeinkenni hjá börnum á jákvæðan hátt þannig að svör foreldra normaldreifist. Skýr þáttabygging fékkst og atriði hlóðu á þrjá þætti, Feimni, Bjargráð og Áhyggjur.

Athugasemdir

Viðauka vantar í rafræna eintak ritgerðarinnar

Samþykkt
1.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Heildartexti án vi... .pdf11,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna