is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5503

Titill: 
  • Afburðaárangur í háskólanámi „ ...ég byrja ekki á einhverju nema ég ætli að klára það"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna hvað einkennir afburðanemendur á háskólastigi, hvað þeir eiga sameiginlegt og að hvaða leyti þeir eru ólíkir öðrum nemendum. Rannsóknin er unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð, með opnum viðtölum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þátttakendur hljóta allir, með einni undantekningu þó, góðan stuðning frá nánasta umhverfi sínu til að sinna náminu. Þeir hafa metnað, aga, þrautseigju og vilja til að ná afburðaárangri. Þátttakendur hafa allir mikinn áhuga á því námi sem þeir stunda og kemur skýrt fram í gögnunum mikilvægi þess að velja rétt nám. Vísbendingar um kynjamun komu fram í svörum þeirra um hverju þeir þakka góðan námsárangur þar sem karlarnir tala nokkuð opinskátt um hæfileika sína en meiri hógværð einkennir svör kvennanna. Það kemur einnig skýrt fram að þátttakendur telja grunnskólann ekki hafa komið nægilega til móts við námsþarfir þeirra. Niðurstöður benda til að náms- og starfsráðgjafar geti átt mikilvægan þátt í að koma til móts við þarfir afburðanemenda þar sem margt af því sem talin er æskileg þjónusta við þá heyrir undir starf náms- og starfsráðgjafa. Hagnýting rannsóknarinnar felst jafnframt í að miðla vinnubrögðum þátttakenda og viðhorfi til náms til háskólanemenda auk þess sem háskólar sem vilja auka þjónustu við afburðanemendur geta stuðst við rannsóknina.

Samþykkt: 
  • 3.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afburðaárangur í háskólanámi - Skemman.pdf401.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna