ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5511

Titill

Þegar saman safnast var: Útileikir barna á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950

Leiðbeinandi
Útdráttur

Í ritgerðinni er fjallað um útileiki barna á Akureyri og í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldar. Varpað er ljósi á það samfélag sem var að mótast í kaupstöðum hér á landi á þessum tíma og rætt um samfélagstöðu barna í ljósi þeirra breytinga sem þá áttu sér stað. Leitað er svara við því hvaða leikir voru vinsælir, hvernig þeir voru leiknir, hver sé uppruni þeirra og þeir bornir saman við sambærilega leiki í nágrannalöndum okkar. Þá er fjallað um leikum¬hverfi, áhrif þess á leikina og aðstöðu barna til leikja á þessum tíma. Jafnframt er rætt um þann mun sem var á kaupstöðunum tveim, skólahald, leikvelli, dagheimili og leikskóla og ýmis samfélagsleg áhrif á líf og leiki barna. Auk þessa er fjallað um menningarsöguleg og uppeldisleg viðhorf og sýn fyrritíðarmanna á leiki barna, helstu kenningar um gildi barnaleikja, aðferðir við að greina þá og síðan söfnun og rannsóknir á leikjum hér á landi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Stuðst var við margs konar ritaðar heimildir, svör við spurningaskrám Þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins og einstaklingsviðtöl. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að útileikir kaupstaðabarna á Íslandi á fyrri hluta aldarinnar sem leið voru fjölbreytilegir en hópleikir af ýmsu tagi voru einkennandi. Fyrirmyndir eru augljóslega sóttar til þeirra landa sem næst okkur liggja og margir leikir eiga sér gamlar rætur. Ýmir barnaleikir endurspegla jafnframt það samfélag sem þeir eru sprottnir úr og eru lýsandi fyrir þau viðhorf sem voru ríkjandi til samfélagsins, fjölskyldunnar, hlutverkaskiptingar og kynjamunar ásamt þeim samfélags- og tæknibreytingum sem áttu sér stað á þessum tíma.

Samþykkt
3.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Þegar saman safnas... . í þjóðfr.).pdf6,63MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna