is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5513

Titill: 
  • Stuðningur við jákvæða hegðun; Inngripsmælingar í 8.-10. bekk í þremur grunnskólum haustið 2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með það að leiðarljósi að draga úr hegðunarvandamálum nemenda og auka æskilega hegðun þeirra, innleiddu þrír grunnskólar í Reykjanesbæ heildstætt hegðunarstjórnarkerfi handa starfsmönnum sínum á árunum 2008 og 2009. Kerfið, sem nefnist stuðningur við jákvæða hegðun eða PBS (positive behavior support) var fyrst kynnt á níunda áratuginum og nú hefur notkun þess í skólum farið vaxandi um heiminn, því að rannsóknir hafa sýnt fram á notagildi þess, meðal annars með fækkunum tilvísana til skólastjóra og aukinni starfsánægju. Í innleiðslu PBS-kerfisins eru allir starfsmenn skólans hvattir til að gefa skýr, jákvæð skilaboð, leggja áherslu á að veita æskilegri hegðun nemenda jákvæða athygli og bregðast rétt við rangri hegðun og ná þannig fram markmiðum sínum um viðeigandi hegðun nemenda. Í þessari rannsókn, sem er ein af þeim fyrstu sem notast við bein áhorf fremur en aðrar óbeinar mælingar var skoðuð hegðun nemenda á efsta stigi grunnskólanna og þeirra starfsmanna sem þeir áttu í samskiptum við, bæði kennarra og aðra. Mælingarnar voru gerðar á haustönn 2009, hálfu til einu ári eftir að innleiðing PBS-kerfisins hófst í skólunum. Niðurstöður benda til þess að aukin jákvæð athygli af hendi kennara í kennslustofum hafi farið stórhækkandi frá því að innleiðing hófst, en ekki hjá starfsmönnum á almennum svæðum. Röng viðbrögð starfsmanna við hegðun nemenda fór lækkandi. Tíðni óæskilegrar hegðunar nemenda á almennum svæðum fór lækkandi, en ekki í kennslustofu. Þó var alvarleiki hegðunarbrota nemendanna minni en fyrir hálfu ári síðan. Skýringar á niðurstöðum eru gefnar og taldar upp nokkrar leiðir sem mögulega gætu bætt um betur í innleiðslu kerfisins. Almennt er talið að niðurstöður benda til þess að kerfið sé á góðri leið með að skila settum árangri ef að innleiðingu er haldið áfram.

Samþykkt: 
  • 3.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf4.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna