is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5528

Titill: 
  • Undanlátssemi við notkun barna á ofbeldisefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athuguð var undanlátssemi fólks við áhorfi barna á ofbeldisefni. Með undanlátssemi er átt við tilhneigingu til að leyfa börnum að gera það sem þau vilja. Athugað var hvort barnlausir væru undanlátssamari en foreldrar, hvort kynjamunur væri á undanlátssemi og hvort aldur og kyn barns og tegund ofbeldisefnis hefði áhrif á undanlátssemi. Spurningalisti með ímynduðum aðstæðum var lagður fyrir 170 manns sem valin voru með hentugleikaúrtaki og beðin um að leggja mat á aðstæðurnar. Svarað var á fjögurra punkta Likert kvarða. Í ljós kom að barnlausir eru undanlátssamari en foreldrar, kynjamunur er ekki til staðar, meiri undanlátssemi kemur fram við eldri börn en yngri og við drengi en stúlkur. Meiri undanlátssemi kemur fram við kvikmynd en tölvuleik. Foreldrar eru á varðbergi við notkun ofbeldisefnis barna og gildir það jafnt um feður og mæður.

Samþykkt: 
  • 7.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
undanlatssemi.pdf483 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna