is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5529

Titill: 
  • Aðlögun lífríkis í Varmá í Mosfellsbæ að minnkandi mengun. Samanburður áranna 1977-9 og 2010.
Titill: 
  • Adaptation of the biota of the river Varmá in Mosfellsbaer, SW Iceland, to reduced pollution. Comparison between 1977-79 and 2010.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er fámennt og strjálbýlt og því er mengun vatna minna vandamál þar en í öðrum löndum. Um allan heim er verið að draga úr mengun en aðeins fá vötn eru algerlega ósnortin af mannavöldum. Þau sem eru ennþá ósnortin eru aðallega fjallavötn og vötn á þeim stöðum þar sem er lítill mannfjöldi, eins og á Íslandi.
    Hryggleysingjar geta sagt okkur mikið um uppbyggingu mengaðra vatna og hvort mengunaráhrifa gætir ennþá. Eftir rannsókn í Varmá í Mosfellsbæ 1977 og 1979 kom í ljós að róttækar breytingar þurfti til að Varmá yrði ekki skólpfráveita fyrir þéttbýlið. Undanfarin ár hefur verið unnið að hreinsun hennar. Niðurstöður þessara rannsókna á vatnadýrum sýnir að lífræn mengun hefur minnkað verulega í ánni síðustu þrjá áratugi, en enn gætir hennar að nokkru leyti. Fjölbreytileiki botndýra
    minnkar niður eftir ánni þar sem hún rennur um þéttbýlið og framhjá hæsnabúi, en áhrif mengunar eru minni en þau voru fyrir 30 árum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sif_Olafsdottir_Varma_loka-2.pdf965.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna