ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5575

Titill

Áhrif sérhæfðra æfinga á stöðu hnés og bols í gabbhreyfingu, uppstökki og lendingu hjá handknattleikskonum á Íslandi

Leiðbeinandi
Útdráttur

Slit á fremra krossbandi hnés eru 4-6 sinnum algengari hjá konum í
handbolta en körlum. Algengt er að íþróttamenn slíti krossbönd í gabbhreyfingum,
stefnubreytingum og við lendingar eftir stökk.
Tilgangur rannsóknar: Athuga áhrif sérhæfðra æfinga í upphitun á stöðu hnés og
bols í gabbreyfingum og stökkum sem og styrk í þeim vöðvum sem æfingarnar
beindust að. Með þessum æfingum væru vöðvar betur undirbúnir og þátttakendur
tilbúnari að bregðast við óæskilegum hreyfingum.
Aðferðir: Þátttakendur voru handboltakonur úr 4 efstu liðum úrvalsdeildar á Íslandi.
51 þátttakandi tók þátt í fyrstu mælingu en 29 þátttakendur voru notaðir við úrvinnslu.
Allir þátttakendur voru prófaðir fyrir íhlutun með styrktarmælingum á fráfærslu og
útsnúningi í mjaðmarlið og hliðarbeygju bols. Síðan framkvæmdu þátttakendur
gabbhreyfingar, uppstökk af báðum fótum eftir lendingu og lendingu á öðrum fæti fyrir
framan háhraðamyndavél. Myndbönd voru greind í hreyfigreiningarforriti frá Kine þar
sem mældur var valgus hnés, bolsveigja og hlutfall bils milli hnjáa og ökkla. Liðunum
var síðan slembiraðað og annar hópurinn látin gera æfingar í upphitun fyrir hverja
æfingu í 8 vikur. Eftir íhlutun voru þátttakendur prófaðir aftur með sömu aðferðum og
hóparnir bornir saman.
Niðurstöður: Rannsóknarhópur bætti sig umfram viðmiðunarhóp í; valgus í hné fyrir
uppstökki af báðum fótum (p=0,001), í hlutfalli bils á milli hnjáa og ökkla fyrir
uppstökk af báðum fótum (p=0,001) og í lendingu á öðrum fæti (p=0,016). Breyting
kom fram hjá báðum hópum yfir tíma í; valgus í gabbhreyfingum (p<0,001),
bolsveigju í gabbhreyfingum (p=0,001), styrk í hliðarbeygju (p=0,007) og styrk í
útsnúning í mjaðmarlið (p=0,002).
Ályktun: Sérhæfðar upphitunaræfingar hafa áhrif á hreyfingar handboltakvenna eftir
8 vikna íhlutun þrátt fyrir að styrktaraukning hafi ekki verið marktæk á milli hópa, en
báðir hóparnir bættu styrk sinn yfir tíma.
Ávinningur rannsóknar: Styrktaræfingar fyrir vöðva sem hafa áhrif á stjórn lærleggs
má nota í þjálfun til þess að minnka valgus í hnjám íþróttamanna og þar með minnka
hættu á meiðslum.

Samþykkt
9.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS verkefni.pdf13,4MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna