is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5584

Titill: 
  • Verkir, lífsgæði og hörmungarhyggja einstaklinga í kjölfar hálshnykksáverka. Áhrif einkenna á daglegar athafnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • MARKMIÐ: Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif og fylgni langvinnra verkja, lífsgæða og hörmungarhyggju hjá einstaklingum sem fengið hafa hálshnykk og áhrif á daglegar athafnir.
    AÐFERÐIR: Þátttakendur voru 66 og var svarhlutfall 39,8%. Þeirra var aflað í samvinnu við sjúkraþjálfara. Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir því hve mikil áhrif einkenni hefðu á athafnir daglegs lífs. Lagðir voru fyrir spurningalistarnir: Heilsutengd lífsgæði, Sjónkvarði og Hörmungarhyggjukvarði. t-próf og fylgnistuðlar voru notaðir við tölfræðiúrvinnslu. Marktektarmörk voru 5%.
    NIÐURSTÖÐUR: Marktækur munur var á magni verkja, lífsgæðum og hörmungarhyggju milli hópanna (p < 0,01). Marktæk fylgni var milli verkja og hörmungarhyggju (p = 0,028; Pearson´s r = 0,36) og milli lífsgæða og hörmungarhyggju (p = 0,007; Pearson´s r = -0,43) hjá þeim sem höfðu truflaða athafna getu. Ekki var fylgni milli verkja og lífsgæða (p = 0,517 ).
    ÁLYKTUN: Þolendur hálshnykksáverka eru líklegri til að upplifa verkjaástand í langan tími, lifa við skert lífsgæði og vera haldnir hörmungarhyggju ef einkenni hafa áhrif á daglegar athafnir. Taka þarf mið af þessum þáttum þegar meðferðarúrræði eru valin.
    Lykilorð: hálshnykkur, langvinnir verkir, lífsgæði, hörmungarhyggja.

Samþykkt: 
  • 10.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð 15.maí.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna