is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/559

Titill: 
  • Virðing og skólastarf : betri menntun - bætt þjóðfélag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verki er lagt upp með þá sannfæringu að vinna í skólum með hugtakið virðingu sé lykilatriði í öllum umbótum í menntun. Sannfæringin byggist á því að í gegnum vinnu með virðingu geri starfsfólk skóla sér ljóst að framkoma af virðingu við börn skilar sér í sjálfsvirðingu barnanna og af því leiðir að þau læra að bera virðingu fyrir öllu öðru. Þetta ætti að smita út frá sér til foreldra, bæði núverandi foreldra og ekki síður foreldra framtíðarinnar, enda eru núverandi nemendur verðandi foreldrar. Samkvæmt þessu yrði útkoman ekki bara bætt menntun, heldur líka betra þjóðfélag í framtíðinni.
    Sú vinna sem lögð var í þetta verk var því unnin til að styðja þá kenningu að gera ætti vinnu með virðingarhugtakið að opinberu sameiningartákni allra skólaumbóta.
    Í þessu skyni var lagt í eins yfirdrifsmikla heimildarannsókn og rúmast innan marka þessa ritverks. Fyrst var rýnt í merkingu lykilhugtaka og síðan skoðaðar áherslur eldri menntafrömuða með tilliti til þess hvort þar væri byggt á virðingu. Þá var litið til nokkurra metnaðarfullra skólaþróunarverkefna sem eru í gangi á Íslandi í dag og kíkt á enn önnur verkefni og stefnur í menntunarumbótum. Að lokum var gerð grein fyrir því hvað Avatarfræðin hafa upp á að bjóða.
    Þessi heimildarannsókn, sem þó var hvorki ítarleg né yfirgripsmikil, bendir til þess að virðing sé undirrót og sameiginlegt stef í flestu hugsjónastarfi, stefnum og kenningum sem snúa að menntunarumbótum. Útgangskenning verksins fékk því góðan meðbyr.
    En þó má gera betur. Avatarfræðin byggja á því að viðhorf stjórni veruleika hvers einstaklings. Með því að læra að stjórna eigin viðhorfum má læra að stjórna eigin lífi. Kennslutækni Avatar byggir á þjálfun í heiðarleika, athygli, samkennd og ákveðni viljans. Þessi aðferð nær til undirstöðu sjálfsvirðingarinnar. Leiðin til stjórnunar eigin lífs er leiðin til virðingar.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
virding.pdf393.06 kBOpinnVirðing og skólastarf - heildPDFSkoða/Opna