is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5600

Titill: 
  • Hvað hefur áhrif á brottfall úr fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvað hefur áhrif á brottfall úr fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn. Rannsókn er unnin uppúr gögnum sem safnað var af Þrúði Gunnarsdóttur í tengslum við doktorsverkefni hennar um árangur fjölskyldumeðferðar fyrir of feit börn á Barnaspítala Hringsins. Gögnum var safnað um tilfinningavanda, félagsvanda, hegðunarvanda og námsörðugleika. Í byrjun meðferðar var aflað upplýsinga um hæð, þyngd, og ýmsa bakgrunnsþætti eins og til dæmis hjúskaparstöðu foreldra, fjölda systkina á heimilum, menntun foreldra fjölda vinnustunda og ráðstöfunartekjur heimilis. Í rannsókninni voru þátttakendur alls 84 of feit börn, 38 stúlkur og 46 drengir, á aldrinum 7-13 ára. Foreldrar verðandi þátttakenda fengu tilvísun frá skólahjúkrunarfræðingi eða barnalækni en börnin voru öll með staðlaðan líkamsþyngdarstuðul yfir 2,14 staðalfrávikum frá meðaltali samkvæmt sænskum viðmiðunargögnum. Fjölskyldumeðferðin var kynnt fyrir verðandi þátttakendum og upplýsts samþykkis aflað, bæði frá foreldri og barni. Í samræmi við fyrri rannsóknir voru tilgátur settar fram þess efnis að þau börn sem hættu í meðferðinni væru líklegri til að vera eldri og þyngri í byrjun meðferðar og ættu foreldra sem væru þyngri, einstæðir, ynnu meira, væru tekjuminni og með minni menntun. Tilgáta tvö var að þau börn með annan vanda eins og tilfinningavanda, hegðunarvanda, félagsvanda, og/eða lágt sjálfsmat myndu frekar hætta í meðferð heldur en börn sem væru ekki annan vanda samhliða offitunni. Tilgáta tvö fól einnig í sér að foreldrar barna sem hættu meðferð væru líklegri til að vera með þunglyndi. Helstu niðurstöður voru þær að hvorki tekjur, né menntun foreldra virtist hafa áhrif á brottfall en marktækur munur var á vinnutími foreldra. Annar vandi barnanna virtist ekki hafa áhrif á brottfall úr meðferð. Aftur á móti mátu kennarar börn í brottfallshópi með verri félagsfærni en þau börn sem luku meðferð. Einnig virtust þau börn vera líklegri til að hætta meðferð sem fengu minni hvatningu frá foreldrum til náms að mati kennara.

Samþykkt: 
  • 10.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-ritgerð í sálfræði - Hvað hefur áhrif á brottfall úr fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn.pdf540.54 kBLokaðurHeildartextiPDF