ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5602

Titill

Krækilyng (Empetrum nigrum) í frumframvindu

Útdráttur

Náttúrulegt landnám plantna getur verið erfitt á röskuðum lítt grónum eða örfoka svæðum, m.a. vegna óstöðugs yfirborð og skorts á næringarefnum. Með inngripum er oft hægt að örva ferli framvindu í þeim tilgangi að endurheimta glatað vistkerfi. Landnám krækilyngs (Empetrum nigrum) var rannsakað í 10 ára uppgræðslutilraun með það að markmiði að kanna hvort uppgræðsla ýti undir landnám krækilyngs og ef svo er, hvort munur sé á áhrifum mismunandi landgræðsluaðferða. Upphaf landnáms krækilyngs var einnig ákvarðað í tilraunareit þar sem krækilyngsplöntur voru aldursgreindar með árhringjum. Rannsóknin fór fram haustið 2008 í tveimur mismunandi meðferðum (grassáningu með áburðargjöf og grassáningu með birki- og víðieyjum) auk viðmiðunar í verkefninu Landbót á Geitasandi, Rangárvöllum. Þéttleiki og stærð plantna voru mæld í beltasniðum haustið 2008 og hlutsýni endurmælt haustið 2009 til samanburðar. Niðurstöður aldursgreiningar sýndu að landnám krækilyngs í reitum með eyjum hófst fjórum árum eftir uppgræðslu. Engar krækilyngsplöntur fundust í viðmiðunarreitum og mikill munur var á milli uppgræðsluaðferðanna. Þéttleiki krækilyngs var fjórfalt meiri í eyjareitum en í grassáningum haustið 2008. Plönturnar voru einnig stærri í eyjareitum. Samanburður milli ára sýndi mikla og hraða aukningu í landnámi lítilla krækilyngsplantna í grassáningum, en þéttleiki var þó meiri í eyjareitum. Umhverfisþættir eins og frædreifendur, áfok og þekja lífrænnar jarðvegsskánar hafa væntanlega haft mikil áhrif á landnám krækilyngs í rannsóknarreitnum. Í rannsókninni eru ummerki um hraðar breytingar á framvinduferlum í tilraunareitum á Geitarsandi sem hafa þróast úr lítt grónum sandmel í vel gróna reiti með aukinni þekju krækilyngs sem mögulega gæti þróast áfram í mólendi.

Samþykkt
11.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Krækilyng í frumfr... .pdf1,03MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna