is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5622

Titill: 
  • Orðræða um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Ferðamennska, sjálfbærni og samfélag
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum tveimur til þremur áratugum hefur alþjóðleg þróun í málefnum þjóðgarða leitt til þess að þeim er ætlað víðtækara hlutverk en áður þekktist. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs 7. júní 2008 markar í ýmsu tilliti tímamót í sögu náttúruverndar á Íslandi. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að rannsaka þróun umræðunnar um stofnun þjóðgarðsins með sérstaka áherslu á áhrif hugmyndafræði sjálfbærrar þróun á umræðuna. Jafnframt er leitast við að skýra hvaða ástæður liggja að baki aðkomu heimamanna að undirbúningi að stofnun garðsins og kanna viðhorf þeirra til málsins. Gögnin sem liggja til grundvallar rannsókninni eru annars vegar viðtöl sem höfundur tók sumarið 2007 við 63 heimamenn í sjö af þeim átta sveitarfélögum sem liggja að þjóðgarðinum og eiga lögsögu innan hans. Hins vegar eru greind sex svokölluð lykilskjöl frá árunum 2000–2006 sem öll varða undirbúning að stofnun garðsins. Ritgerðin byggir á orðræðugreiningu á gögnunum í tengslum við grunnstoðir sjálfbærrar þróunar, það er að segja efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum þáttum. Orðræðugreiningin leiðir í ljós að ekki þótti aðeins æskilegt að heimamenn kæmu með afgerandi hætti að umræðunni um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, heldur bæri þeim og heimabyggð þeirra að njóta ávaxtana af stofnun hans í formi efnahagslegs ávinnings. Í ritgerðinni er bent á að inntak sjálfbærrar þróunar geti ýtt undir mannhverf viðhorf til náttúrunnar, enda koma þau einkenni glöggt fram í viðhorfum heimamanna sem og í lykilskjölunum. Engu að síður má greina ýmiss konar jákvæð áhrif frá hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar á umræðuna um stofnun þjóðgarðsins. Í ritgerðinni er einnig sýnt fram á að í umræðunni megi bæði greina áhrif frá staðbundnum aðstæðum í nágrannabyggðum garðsins og utanaðkomandi áhrif (alþjóðleg, hnattræn).

Samþykkt: 
  • 16.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnthor_MS_ritgerd.pdf8.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna