is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5630

Titill: 
  • Fagmenntun og viðhorf grunnskólakennara á Akureyri til stærðfræði og stærðfræðikennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu til meistaragráðu við Menntavísindasvið HÍ er fjallað um fagmenntun kennara í námsgreininni stærðfræði og viðhorf kennara til greinarinnar. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á og færa rök fyrir, með því að vísa í fyrirliggjandi heimildir, að traust og góð undirstaða í stærðfræði sé mikilvæg fyrir þá sem kenna stærðfræði sem og þekking á kennslufræðilegum þáttum stærðfræðinnar sem námsgreinar. Einnig er markmið að skoða menntun grunnskólakennara í stærðfræði og kanna viðhorf þeirra til eigin stærðfræðináms og -kennslu. Það var gert með megindlegri rannsókn, þar sem spurningalisti var lagður fyrir hóp kennara sem kenna stærðfræði í 1. – 10. bekk á Akureyri. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: „Hver er fagmenntun þeirra sem kenna stærðfræði í grunnskólum Akureyrar og hver eru viðhorf þeirra og væntingar til kennslunnar“.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meirihluti grunnskólakennara á Akureyri hafi meiri menntun í stærðfræði en lágmarkskröfur í kennaranámi segja til um. Fleiri kennarar höfðu jákvætt viðhorf til stærðfræðinnar, heldur en neikvætt, á meðan þeir voru sjálfir í námi í framhaldsskóla og háskóla. Stór hluti kennara notar fjölbreyttar kennsluaðferðir og leggur áherslu á skilning nemenda á viðfangsefninu. Meira en helmingur kennaranna segist hafa góða þekkingu á faginu stærðfræði sem og kennslufræði stærðfræðinnar og þeim finnst skemmtilegra að kenna stærðfræði en aðrar greinar.
    Það er von höfundar að þeir sem lesa verk þetta verði meðvitaðri um mikilvægi þess að kennarar sem kenna stærðfræði séu vel menntaðir í stærðfræði og stærðfræðimenntun. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um stöðu mála í þessum efnum hjá kennurum á Akureyri og ættu að vera hvatning fyrir þá að halda áfram á sömu braut og fyrir kennara almennt að leggja metnað sinn í góða kennslu í stærðfræði.
    Lykilorð: Fagmenntun.

Samþykkt: 
  • 16.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistarritgerd010210-Anna Bergrós3.pdf682.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna