ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5634

Titill

Reynsla fyrrverandi afreksíþróttafólks af afreksmennskunni

Útdráttur

Bakgrunnur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt að álag á afreksíþróttamenn er mikið, en slíkar
rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi.
Tilgangur: Að auka skilning á reynslu og upplifun íslenskra afreksíþróttamanna af
afreksíþróttamennsku og draga lærdóm af.
Aðferðafræði: Eigindleg rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði var notuð
við greiningu tólf opinna, óstaðlaðra viðtala við tíu fyrrverandi afreksíþróttamenn í
einstaklingsíþrótt. Þátttakendur voru á aldrinum 29 - 47 ára, 6 karlar og 4 konur. Tíminn frá
því að afreksmennsku lauk og þar til viðtölin voru tekin var frá 6 mánuðum til 14 ára.
Niðurstöður: Greining rannsóknargagnanna leiddi í ljós fjögur meginþemu: Drifkraft,
jákvæða þætti, neikvæða þætti og óuppfylltar þarfir. Drifkraftur þátttakenda var innri hvatir
eins og metnaður, draumar um árangur, ánægja af hreyfingu og því að bæta sig,
félagsskapurinn og það að læra nýja hluti. Ytri hvatir eins og peningastyrkir, fjölmiðlar og
stuðningur fjölskyldu voru líka hvetjandi. Jákvæðir þættir afreksmennskunnar voru ánægjan
af því að æfa og keppa, einstök tækifæri til menntunar og atvinnu sem og lífsreynslan úr
íþróttaheiminum. Neikvæðir þættir voru einvera, sjálfhverfa og álag sem gat leitt út á ystu
brún í glímu við meiðsli, ofþjálfun og tómleikann þegar skórnir voru lagðir á hilluna. Álaginu
fylgdu erfiðleikar með svefn, átraskanir og aukin tíðni umgangspesta. Þarfir þátttakenda á
meðan á afreksferlinum stóð snéru að félagslegum, fjárhagslegum og faglegum stuðningi auk
þarfa fyrir stöðugleika og aðstoð með heildarskipulag sem og markvissari stuðning
íþróttahreyfingarinnar.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað til 7.7.2114.

Samþykkt
18.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sunna Gests_Heild.pdf2,48MBLæst til  7.7.2114 Reynsla fyrrverandi afreksíþróttafólks af afreksmennskunni - heildartexti PDF  
Sunna Gests_opid.pdf1,25MBLæst til  7.7.2114 Reynsla fyrrverandi afreksíþróttafólks af afreksmennskunni - efnisyfirlit og heimildaskrá PDF