is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5635

Titill: 
  • Stöðug, stöðug streita : reynsla kvenna af heimilisofbeldi á meðgöngu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi hefur mjög mikil, viðtæk og langvinn áhrif á konur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka þekkingu og auka skilning á líðan íslenskra kvenna sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi á meðgöngu. Rannsóknaraðferðin var Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem hentar vel til að rannsaka mannleg fyrirbæri í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru 15 viðtöl við 12 konur á aldrinum 19 - 72 ára, meðalaldur þeirra var 37½ ár. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að það er stöðug streita að búa við heimilisofbeldi á meðgöngu og hefur alvarlegar afleiðingar. Niðurstöðum var skipt í þrjú meginþemu: Maður, kona, barn, þar sem leitast var við að draga fram lýsingu á ofbeldi mannsins og reynslu konunnar af áhrifum ofbeldisins á hana og börn hennar. Allar konurnar hafa upplifað gríðarleg átök með sjálfum sér. Andlegt ofbeldi byrjaði strax í samböndum þeirra, oft án þess að þær áttuðu sig á því. Í kjölfarið sættu konurnar ýmist líkamlegu, kynferðislegu eða fjárhagslegu ofbeldi. Þegar konurnar urðu barnshafandi versnaði ástandið enn frekar því þær festust í sambandinu og upplifðu mikið tillitsleysi og jafnvel ofbeldisfullt kynlíf. Þær höfðu lítið sjálfsálit og voru hræddar um sig og börn sín, fædd og ófædd. Allar konurnar upplifðu mikla skömm tengda ofbeldinu og bjuggu við mikla lítilsvirðingu af hálfu maka. Konurnar fá enn þungbært endurlit og martraðir jafnvel mörgum árum eftir að ofbeldissambandinu er lokið. Börn þeirra urðu öll vitni að ofbeldinu og báru þess merki. Fagfólk verður að þekkja einkenni og úrræði heimilisofbeldis til að geta aðstoðað konur sem eru í slíkum aðstæðum og minnka þar með hættu á langvarandi áhrifum á konu og barn.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til janúar 2011
Samþykkt: 
  • 18.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Ástþóra.pdf2.92 MBOpinnStreita, stöðug streita; Reynsla kvenna sem hafa búið við heimilisofbeldi á meðgönguPDFSkoða/Opna