is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5638

Titill: 
  • Reynsla foreldra og útkoma íhlutunar : fjölskyldumiðuð þjónusta á Æfingastöðinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölskyldumiðuð þjónusta hefur síðustu ár náð fótfestu víða um heim þar sem áhersla er lögð á samvinnu foreldra og þjónustuaðila og fjölskyldan er studd til að taka ákvarðanir er varða þjónustu. Haustið 2009 var fjölskyldumiðuð þjónusta innleidd á stærstu endurhæfingarstöð Íslands fyrir börn og ungmenni. Tilgangur rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að afla þekkingar á reynslu og sýn foreldra á þjónustu sem Æfingastöðin veitir. Í öðru lagi að kanna hvort íhlutun sem veitt er af þjálfurum Æfingastöðvarinnar skili fjölskyldum þeirri útkomu sem stefnt var að. Rannsóknin var þríþætt og byggði á raðbundnu sniði blandaðs rannsóknarsniðs. Megindlegum gögnum var safnað með spurningalistanum Mat foreldra á þjónustu (Measure of Processes of Care, MPOC) og með matstækinu Goal attainment scaling (GAS), og var gagnasöfnun lokið með eigindlegum viðtölum. Alls tóku 236 foreldrar þátt í spurningakönnuninni og 14 foreldrar í útkomumælingu. Að fengnum niðurstöðum úr þeim hlutum voru viðtöl tekin við þrjár mæður til að dýpka niðurstöður fyrsta og annars hluta rannsóknarinnar. Niðurstöður gefa til kynna að þjónusta Æfingastöðvarinnar endurspegli fjölskyldumiðaða þjónustu að frekar miklu leyti ef frá er talin upplýsingagjöf til fjölskyldnanna, sem gerir það aðeins að litlu leyti. Í ljós kom að aldur barns, færni þess og skerðing hafa áhrif á hvernig foreldrar meta þjónustu stöðvarinnar. Samkvæmt útkomumælingunni náðu flest börnin markmiðum sínum og skilaði íhlutun þjálfara, í heild, þeim árangri sem stefnt var að. Foreldrar voru ánægðir með ákveðna þætti þjónustunnar en óánægðir með aðra. Sérstök ánægja var með þjálfarana sjálfa, aðstöðu stöðvarinnar og nýtilkomið fyrirkomulag þar sem markmið eru sett í upphafi þjónustu. Helst ríkti óánægja með staðsetningu þjónustunnar, skráningu, upplýsingagjöf og samvinnu milli kerfa eða þjónustuaðila. Til að efla samstarf við fjölskylduna er mikilvægt að hún þekki til fjölskyldumiðaðrar þjónustu og hvað einkennir hana. Móta þarf skýra stefnu varðandi upplýsingagjöf til fjölskyldunnar, sér í lagi hvað varðar stuðning. Ef auka á þátttöku barnsins í samfélagi sínu er áríðandi að horft sé til félagslegra þátta og umhverfis ekki síður en til líkamsstarfsemi og því verður að leita leiða til að veita þjónustuna í nærumhverfi fjölskyldunnar. Rannsóknin varpar ljósi á reynslu og mat foreldra á þjónustu Æfingastöðvarinnar og er mikilvægt framlag í umræðu um fjölskyldumiðaða þjónustu á Íslandi. Niðurstöðurnar geta nýst við skipulag og þróun þjónustu Æfingastöðvarinnar og annarra íslenskra stofnanna sem veita börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu.

Samþykkt: 
  • 18.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistaraverkefniSaraS.pdf2.36 MBOpinnReynsla foreldra og útkoma íhlutunar - heildartexti PDFSkoða/Opna