is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5641

Titill: 
  • Hefur höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð áhrif á mígreni?: mælt með HIT-6 spurningalistanum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Mígreni hefur mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga og er algegni um 18% hjá konum og 6% hjá körlum í Bandaríkjunum. Fáar meðferðar-rannsóknir á höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð hafa verið gerðar og fannst rannsakanda mikilvægt að fleiri meðferðar-rannsóknir væru gerðar á áhrifum höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð og urðu einstaklingar með mígreni fyrir valinu sem hópur til að rannsaka.
    Tilgangur: Að skoða áhrif höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferðar mígreni. Markmið rannsóknarinnar var að efla vísindalega þekkingu á höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð.
    Rannsóknaraðferð: Framskyggn, slembuð meðferðarprófun með víxlsniði.
    Framkvæmd: Úrtakið var tuttugu einstaklingar sem fengu minnst tvö mígreniköst á mánuði og var slembað í tvo hópa, A og B. Allir fengu sex höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferðir á um mánaðartímabili. Báðir hóparnir svöruðu HIT-6 spurningalistanum fjórum sinnum, með fjögurra vikna millibili og héldu dagbók yfir meðferðarmánuðinn. Hópur A fékk meðferð eftir fyrstu svörun á HIT-6 spurningalistanum og hópur B beið, en fékk síðan meðferð þegar hópur A hafði lokið meðferð og hóparnir voru búnir að svara í annað sinn.
    Niðurstöður: Til að skoða hvort marktækur munur væri á niðurstöðum var notað Wilcoxn´s t-próf. Við fyrstu svörun var ekki marktækur munur (p=0,68) á hópunum, A og B, á meðaltali heildarstiga úr HIT-6 spurningalistanum. Við svörun tvö, þegar hópur A hafði lokið meðferð, var hann við marktektarmörkin (p=0,05) þegar borin voru saman heildarstig meðaltala á HIT-6 spurningalistanum, en meðaltal heildarstiga hóps B var eins og í byrjun (p=0,68). Þegar meðaltal heildarstiga á HIT-6 spurningalistanum var lagður saman hjá hópunum fyrir meðferð (A1+B2) og strax eftir meðferð (A2+B3) kom í ljós marktæk lækkun á stigafjölda (t=2,37, p=0,018). Marktækur munur var á meðaltali heildarstiga á HIT-6 spurningalistanum hjá hópunum fyrir meðferð (A1+B2) og einum mánuði eftir meðferð (A3+B4) (t=2,09, p=0,037). Einnig var skoðað hvort marktækur munur væri á meðaltali heildarstiga á HIT-6 spurningalistanum hjá hópunum við fyrstu svörun (A1+B1) og við síðustu svörun (A4+B4) og þá kom í ljós marktækur munur (t=2,91, p=0,004). Áhrifastærð í rannsókninni var á bilinu 0,43-0,55 sem er áhrif í meðallagi.
    Ályktun: Sex höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferðir hafa marktæk jákvæð áhrif á mígreni mælt með HIT-6 spurningalistanum og haldast áhrifin í mánuð eftir meðferð. Vísbendingar eru um að mæla megi með höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð fyrir einstaklinga með mígreni.
    Lykilorð: migraine,: cognitive therapy, physical therapy, manual therapy, biofeedback, TENS, massage, acupuncture, exercise, craniosacral therapy, intra-cranial pressure,HIT-6.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra sjúkraþjálfara,
    Cranio sacral félag Íslands
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2011
Samþykkt: 
  • 18.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal 20 maí, til prentunar..pdf1.55 MBOpinnMeistararitgerðPDFSkoða/Opna