is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5643

Titill: 
  • Viðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingum: lýsandi rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur rannsóknar. Störf hjúkrunarfræðinga eru margbreytileg og flókin og miklar kröfur eru gerðar til þeirra um ábyrgð, menntun, hæfni til verka og að þeir skapi gæði sem heilbrigðisþjónustu er ætluð. Verkefni bætast við dagleg og venjubundin störf sem ekki eru séð fyrir og skyggja á kröfuna um gæði. Til samans stuðla fjölmargir samverkandi þættir að viðbótarvinnuálagi, sem geta tafið fyrir eða hindrað árangursríka gæðahjúkrun og vellíðan í starfi.
    Tilgangur. Megintilgangur var að mæla viðbótarvinnuálag á hjúkrunarfræðinga sem sinna klínískri hjúkrun og að geta með áreiðanlegu og réttmætu mælitæki metið viðbótarvinnuálag á hjúkrunarfræðinga.
    Aðferð. Rannsóknaraðferð var lýsandi megindleg aðferð. Úrtakið var valið sem hentugleika úrtak meðal hjúkrunarfræðinga af öllum deildum á Sjúkrahúsi Akureyrar og voru þátttakendur 68. Notaður var erlendur spurningalisti sem var þýddur og staðfærður hér á landi. Gagna var aflað með honum í póstkönnun. Við úrvinnslu gagna voru þættir aðskildir eftir breytum í stjórnunarþætti, hjúkrunarþætti og einstaklingsþætti.
    Niðurstöður. Það sem flestir þátttakendur voru sammála um að ylli viðbótarvinnuálagi og upplifðu það oftast, lýtur að stjórnunarþáttunum: fjármál og mönnunarkerfi, að hjúkrunarþáttunum: kennsla og leiðsögn, vinnuumhverfi og einstaklingsþáttunum: líkamleg og andleg örmögnun. Tölfræðilega marktæk fylgni (p<0,05) mældist milli viðbótarvinnuálags og lífaldurs, starfsaldurs, starfsvettvangs, fjölda vinnustunda, starfsánægju, fjarlægðar til vinnu og lengdar svefns.
    Niðurstöður sýndu að innri áreiðanleiki spurningalistans var góður og réttmæti viðunandi.
    Ályktun. Niðurstöður benda til þess að ákveðnir stjórnunarþættir, hjúkrunarþættir og einstaklingsþættir valdi viðbótarvinnuálagi á hjúkrunarfræðinga. Þættirnir lúta að fjármálum, mönnunarkerfum, kennslu og leiðsögn, tímamörkum, vinnuumhverfi og líkamlegri og andlegri örmögnun. Þættirnir tengjast lýðfræðilegum og bakgrunnsbreytum. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og stjórnendur í heilbrigðiskerfinu geri sér grein fyrir og viðurkenni mögulega viðbótarvinnuálags þætti. Rannsóknin vekur athygli á nýju hugtaki, viðbótarvinnuálagi sem má þróa fyrir aðrar heilbrigðisstéttir og getur nýst í rannsóknum á öðrum stéttum.
    Lykilorð: viðbótarvinnuálag, vinnuumhverfi, heilbrigt vinnuumhverfi, óheilbrigt vinnuumhverfi, störf hjúkrunarfræðinga, áreiðanleiki, réttmæti.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2011
Samþykkt: 
  • 18.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistaraprofsritgerd_sveinfridur_sigurpalsdottir_heild.pdf1.78 MBOpinnViðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingumPDFSkoða/Opna
meistaraprofsritgerd_sveinfridur_sigurpalsdottir_forsida_utdrattur_efnisyfirlit_fylgiskjol.pdf940.52 kBOpinnViðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingum forsíða - útdráttur - abstract - efnisyfirlit - heimildaskrá - fylgiskjölPDFSkoða/Opna