is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5668

Titill: 
  • Strandveiðarnar 2009 : markmið, framgangur og fiskveiðistjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Strandveiðarnar 2009 voru nýtt tilbrigði við fiskveiðistjórnun á Íslandi og var ætlað að rjúfa einokun kvótakerfisins. Þær voru fyrst og fremst tilraun til þess að draga úr samfélagslegu ranglæti, þó umræða um vistvænar og sjálfbærar veiðar hafi einnig verið tvinnuð þar við. Fjölmörg undirmarkmið tengdust þessu yfirmarkmiði. Strandveiðarnar uppfylltu í mismiklum mæli þau mörgu markmið, en hreyfðu við þeim flestum.
    Á heildina litið verður að telja að strandveiðarnar 2009 hafi tekist vel og náð sínum meginmarkmiðum. Ánægja þátttakenda með útfærslu veiðanna var mikil. Veiðarnar eiga ágæta möguleika á að draga úr samfélagslegu ranglæti og til þess að auka sátt um fiskveiðistjórnun á Íslandi.
    Markmið um nýliðun, reynsluöflun, opnun fyrir veiðar þeirra sem ekki eru handhafar veiðiheimilda og örvun atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum náðust, svo ekki verður um villst. Árangur varðandi önnur markmið er erfiðara að meta. Ekki verður þó séð að strandveiðarnar hafi unnið gegn neinu af þeim opinberu markmiðum sem sett hafa verið um fiskveiðistjórnun á Íslandi.
    Hvernig sem fiskveiðistjórnun verður háttað í framtíðinni er mikilvægt að gefa fólki kost á að spreyta sig í útgerð og sjómennsku, þeirri atvinnugrein sem Íslendingar hafa lengi byggt á. Þar geta strandveiðarnar hentað mjög vel.

Styrktaraðili: 
  • Háskólasetur Vestfjarða
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
strandveidar-2009-ghh-vefutgafa1 (2).pdf1.72 MBOpinnStrandveiðarnar 2009 - heildartextiPDFSkoða/Opna
Gisli_Forsida_p2-3.pdf98.61 kBOpinnStrandveiðarnar 2009 - forsíða, baksíða titilsíðu ogPDFSkoða/Opna