is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/566

Titill: 
  • Samstarf skólastiga, að tilfærslu barna með sérþarfir : meðferð gagna og upplýsinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar börn með sérþarfir flytjast úr leikskóla yfir í grunnskóla er mikilvægt að vel sé staðið að þeim flutningi. Í augum barna er skólabyrjun stórt skref því nýr og spennandi áfangi í lífi þeirra er framundan. Síðasta árið í leikskóla getur sagt fyrir um það sem koma skal, en undirbúningur fyrir skólagöngu þeirra hefst m.a. með heimsóknum í grunnskólann. Höfundar þessarar ritgerðar völdu að skoða hvernig staðið er að undirbúningi skólagöngu barna með sérþarfir í leik– og grunnskólum landsins. Var spurningalisti sendur til nokkurra skóla sem víðast um landið til þess að freista þess að fá innsýn í ferlið. Lykilspurningarnar voru þessar: Hvert er ferli tilfærslu barna með sérþarfir innan leik– og grunnskóla? Hvert er ferli gagna/upplýsingaflutnings? Hvernig er samstarfi háttað á milli þessara tveggja skólastiga? Við nálgun viðfangsefnisins kynntu höfundar sér efni sem tengist samstarfi og samskiptum, hugmyndir um samstarf á milli leik– og grunnskóla og hvað lög og reglugerðir segja um tilfærslu barna með sérþarfir milli skólastiga. Einnig voru skoðaðar þær kenningar sem uppi hafa verið í menntamálum á síðustu áratugum, þættir er snerta sögu sérkennslu og hver þróunin hefur verið í málefnum fatlaðra. Helstu niðurstöður voru þær að leik– og grunnskólar virðast vinna samkvæmt ákveðnu ferli við tilfærslu barna með sérþarfir. Hins vegar eru ekki til neinar opinberar verklagsreglur um það hvernig skólar eigi að haga vinnu sinni hvað varðar meðferð á gögnum og upplýsingum. Svo virðist þó sem hvert bæjar– eða sveitarfélag setji sér ákveðinn ramma um það hvernig staðið skuli að gagna- og upplýsingaflutningi. Samstarf á milli skólastiganna er fyrir hendi en mætti vera meira og í niðurstöðum má sjá að skólastigin tvö, leik– og grunnskóli, telja að samstarf megi vera meira og hefjast fyrr. Samstarf skólanna bendir þó til að verið sé að vinna að einhverju leyti eftir hugmyndafræði heiltækrar skólastefnu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samstarfskolastiga.pdf586.6 kBTakmarkaðurSamstarf skólastiga, að tilfærslu barna með sérþarfir - heildPDF
samstarfskolastiga_e.pdf134.56 kBOpinnSamstarf skólastiga, að tilfærslu barna með sérþarfir - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
samstarfskolastiga_h.pdf159.67 kBOpinnSamstarf skólastiga, að tilfærslu barna með sérþarfir - heimildaskráPDFSkoða/Opna
samstarfskolastiga_u.pdf79.28 kBOpinnSamstarf skólastiga, að tilfærslu barna með sérþarfir - útdrátturPDFSkoða/Opna