is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5684

Titill: 
  • Deildarstjórar í leikskólum : hlutverk og vald
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í verkefninu er leitast við að varpa ljósi á stöðu deildarstjóra í leikskólum og er sérstaklega horft á hlutverk þeirra sem stjórnendur deilda með mannaforráð. Markmiðið er að koma auga á það sem deildarstjórum þykir erfitt eða auðvelt í starfi sínu og tengist því að vera formlegir yfirmenn starfsmanna á leikskóladeildum. Í því felst meðal annars að kanna hvort og þá hvernig deildarstjórar takast á við erfið starfsmannamál sem upp koma á deildum.
    Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt. Gagna var aflað með viðtölum við fjóra deildarstjóra sem starfa í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögunum. Allir starfa þeir í fjölmennum leikskólum en sumir hafa reynslu úr fleiri en einum leikskóla. Með viðtölunum var leitast við að fá ákveðna mynd af upplifun deildarstjóra á starfi sínu sem stjórnendur með mannaforráð.
    Helstu niðurstöður benda til að deildarstjórar telji sig ekki hafa það vald sem þarf til þess að taka á erfiðum starfsmannamálum sem upp kunna að koma á deildum. Þeir gera sér grein fyrir því að faglega bera þeir ábyrgð á starfi deildanna og að það sé hlutverk þeirra að vera faglegir leiðtogar en að öðru leyti sé valdið hjá leikskólastjóra. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að menning leikskólanna og starfsaðferðir leikskólastjóra hafi mikil áhrif á það hvernig deildarstjórar taka á málum innan deildarinnar. Deildarstjórar telja að það sé nauðsynlegt að byggja upp gott samstarf og sameiginlega sýn meðal leikskólastjóra og deildarstjóra til þess að deildarstjórar hafi möguleika á að takast á við erfið starfsmannamál en á endanum sé formlegt vald alltaf hjá leikskólastjóra.
    Það má því álykta að sú ábyrgð sem deildarstjórar bera og hafa samkvæmt starfslýsingu fari ekki saman við þá staðreynd að þeir hafi ekki raunveruleg völd til þess að taka á erfiðum málum. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða nánar hvert er hlutverk þeirra og hvers vegna þeir skynja sig svo valdalitla.

Samþykkt: 
  • 22.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Deildarstjórar í leikskólum.pdf355.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna