is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5702

Titill: 
  • Sýn ungmenna á lífsleiknikennslu í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna sýn nokkurra ungmenna á lífsleiknikennslu í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að skoða hvað ungmennunum finnst mikilvægast að læra í lífsleikni, hvað þeim finnist einkenna góða lífsleiknikennslu og hvaða persónulega ávinning þau telja sig hafa af lífsleiknikennslunni.
    Rannsóknin fór fram skólaárið 2009-2010. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við gagnaöflun og úrvinnslu gagna. Gagnaöflun samanstóð af viðtölum við sex ungmenni sem öll hafa lokið lífsleikniáfanga í framhaldsskóla. Þau koma úr fjórum skólum.
    Helstu niðurstöður eru þær að nær öll ungmennin telja mikilvægt að lífsleikni sé kennd í framhaldsskólum. Megin persónulegan ávinning sinn af lífsleiknikennslu finnst þeim að sjálfstraust þeirra hafi aukist, meðal annars við að tjá hugmyndir sínar og koma fram. Auk þess fannst þeim samskiptafærni sín aukast og betri félagsleg tengsl myndast í hópnum. Þeim finnst mikilvægt að stuðlað sé að umræðum, þar sem nemendur fái tækifæri til að tjá sig og hlusta á sjónarhorn annarra um hin ýmsu málefni. Þau vilja jafnframt að ríkari áhersla sé lögð á þessa þætti í lífsleiknikennslu og finnst greinin gegna þar mikilvægu hlutverki. Í tillögum sínum um viðfangsefni kennslunnar virtust þau einkum taka mið af því sem þau höfðu sjálf unnið að í lífsleikni. Þá vakti athygli að áhersla á borgaramennt virtist einungis hafa verið í einum af þeim fjórum skólum sem hér um ræðir.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sýn ungmenna á lífsleiknikennslu í framhaldsskólum.pdf581.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna