is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/570

Titill: 
  • Hegðun barna : agaleysi eða arfur frá afa?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari B.Ed. ritgerð fjöllum við um kröfu uppalenda um að börn geti hamið hegðun sína þannig að þau falli að þeim væntingum og viðhorfum sem ríkja í umhverfi þeirra. Einnig um spurninguna um aga eða margvíslega áhrifavalda sem kalla á mismunandi hegðun barnanna sem kallar svo aftur á mismunandi viðbrögð uppalenda.
    Við komumst að því að í fyrsta lagi fá börnin í veganesti ýmis konar eiginleika með þeim genum sem þau fá í arf frá foreldrum sínum og forfeðrum, þar á meðal skapgerðareiginleika og geðræna sjúkdóma. Að auki hafa stjórnarhættir foreldra og tengslamyndun barna og foreldra áhrif. Hvert barn elst upp í einhvers konar kerfi sem byggist á því að barnið sé miðdepill í stórri heildarmynd sem skiptist upp í smærri kerfi. Umhverfi, ástand í fjölskyldu, þjóðfélagsástand og aðbúnaður barnanna á heimili þeirra í leikskólanum og samfélaginu í heild hafa mikil áhrif á hvernig þau þroskast. Þekking uppalenda á þroskaferli barna hefur áhrif og ekki síður vilji til að bregðast við þegar börnin rata í erfiðleika með hegðun sína. Sú reynsla sem hver einstaklingur gengur í gegn um hefur áhrif á viðbrögð hans í framtíðinni svo og ákveðin tímabil og næmiskeið á mismunandi þroskatímabilum. Skýr rammi, góðar fyrirmyndir, viðhorf og fagmennska leikskólakennara hafa áhrif á hegðun barna. Tilfinningar barnanna og úrvinnsla þeirra hafa áhrif þar á meðal hvernig til tekst að vinna úr ýmiskonar áföllum sem börn geta lent í.
    Einnig fjöllum við um niðurstöður könnunar sem við gerðum um viðhorf starfsfólks í leikskólum Ísafjarðarbæjar varðandi stefnur, kenningar og aðferðafræði til þess að taka á hegðun barna. Hvort starfsfólk upplifir að aðgerðir séu samræmdar eða hvort hver og einn fer eftir eigin innsæi. Meirihluti starfsfólks upplifir að börnin séu agalaus og telja að aðallega sé haft samráð við foreldra um það hvernig tekið er á hegðun barnanna þegar erfiðleikar steðja að.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hegdunbarna.pdf403.75 kBOpinnHegðun barna - heildPDFSkoða/Opna