is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5717

Titill: 
  • Aðferðir fyrirtækja á Íslandi við áætlun fjármagns til auglýsinga- og kynningarstarfs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auglýsinga- og kynningarstarf er mikilvægur liður í markaðssetningu vöru og þjónustu. Ár hvert verja fyrirtæki á Íslandi miklu fjármagni til auglýsinga- og kynninga. Notkun lítt vandaðra aðferða við að áætla fjármagn til auglýsinga- og kynningarstarfs getur leitt til úthlutunar of mikils eða lítils fjár til starfsins og þannig haft áhrif á arðsemi fyrirtækja. Því mætti ætla að reynt sé að nota eins vandaðar aðferðir við gerð fjárhagsáætlunarinnar og nokkur kostur er. Aðferðunum er alla jafna skipt í fimm flokka eftir því hversu vandaðar þær eru. Af einstökum aðferðum er geðþóttaaðferðin almennt talin minnst vönduð en markmið og viðfangsefni sú vandaðasta. Niðurstöður erlendra rannsókna hafa sýnt fram á vaxandi notkun á vönduðum aðferðum undanfarna áratugi en notkun á aðferðum virðist ekki hafa verið könnuð hér á landi áður.
    Í þessu verkefni er kannað hvaða aðferðir fyrirtæki á Íslandi nota við að áætla fjármagn til auglýsinga- og kynningarstarfs og samanburður gerður við niðurstöður erlendra rannsókna á notkun aðferða. Könnun sem gerð var meðal stærstu fyrirtækja á Íslandi leiddi í ljós að notkun á vönduðum aðferðum er mikil og að mest notaða aðferðin er markmið og viðfangsefni. Geðþóttaaðferðin er sú aðferð sem er notuð næst mest. Notkun aðferða reyndist nokkuð sambærileg við það sem gerist erlendis þar sem algengustu aðferðirnar eru í flestum tilfellum þær sömu og að auki nota fyrirtæki á Íslandi og erlendis að meðaltali svipaðan fjölda aðferða. Engin tengsl fundust milli stærðar fyrirtækja og þess hve vandaðar aðferðir fyrirtækin eru að nota á heildina litið en eftir því sem fyrirtækin eru stærri, því síður nota þau geðþóttaaðferðina. Notkun á þeirri aðferð má að hluta til skýra með því að markaðsstjórar eru ekki starfandi í viðkomandi fyrirtækjum. Einnig fundust tengsl milli þess að viðkomandi markaðsstjóri er ekki menntaður í markaðsfræðum og að þessi síst vandaða aðferð er notuð. Af því mætti draga þá ályktun að markaðsfræðimenntun markaðsstjóra geti verið mikilvæg viðbótarþekking fyrir fyrirtæki.
    Að mati höfundar getur verið áhugavert að framkvæma frekari rannsóknir á viðfangsefninu, meðal annars mætti kanna hvaða aðferðir lítil fyrirtæki nota, áhrif menningar fyrirtækjanna á notkun aðferða og einnig væri áhugavert að fylgjast með þróun í notkun aðferða hér á landi.
    Lykilorð: auglýsingar, kynning, fjármagn, aðferðir, fyrirtæki, Ísland

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5717


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðferðir fyrirtækja á Íslandi við áætlun fjármagns til auglýsinga- og kynningarstarfs - heild.pdf1.23 MBLokaðurAðferðir fyrirtækja á Íslandi við áætlun fjármagns til auglýsinga- og kynningarstarfs - heildPDF
Aðferðir fyrirtækja á Íslandi við áætlun fjármagns til auglýsinga- og kynningarstarfs - heimildaskrá.pdf47.9 kBOpinnAðferðir fyrirtækja á Íslandi við áætlun fjármagns til auglýsinga- og kynningarstarfs - heimildaskráPDFSkoða/Opna