is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/571

Titill: 
  • Það er leikur að læra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samstarf milli leik- og grunnskóla á að gera samfellu í námi ungra barna meiri. Í dag einkennist samstarf skólastigana af heimsóknum leikskólabarna í grunnskólann og sameiginlegum skilafundum þar sem kennarar leikskólanna skila af sér upplýsingum um væntanleg grunnskólabörn. Til þess að undirbúa börn undir grunnskólanám eru margir leikskólar með sérstakt elstu barnastarf þar sem börnin kynnast kennsluháttum grunnskólans og æfa sig í að sitja kyrr, hlusta og fara eftir fyrirmælum. En hvers vegna er ekki haldið áfram að nota þá námsleið sem börnin þekkja í leikskólanum? Er hægt að nota hugmyndafræði leikskólans til kennslu yngstu barna grunnskólans? Við gerðum þessa spurningu að rannsóknarspurningu okkar og afmörkuðum rannsókn okkur við stærðfræðinám.
    Til þess að leita svara við rannsóknarspurningunni kynntum við okkur lög um leik- og grunnskóla, áherslur Aðalnámskrár leik- og grunnskóla varðandi kennslu og kenningar sem tengjast námi ungra barna. Einnig kynntum við okkur þróunarverkefni sem tengjast samstarfi skólastiganna, kennsluhætti í Barnaskóla Hjallastefnunnar sem byggir á hugmyndum leik- og grunnskóla og þróunarverkefni sem tengist stærðfræðinámi elstu barna í leikskóla. Við gerðum rannsókn á kennsluháttum í þremur leikskólum og þremur grunnskólum og könnuðum hugmyndir skólastjórnenda um frekara samstarf milli skólastiganna. Við notuðumst við eigindlegar rannsóknaraðferðir og beittum vettvangsathugunum og viðtölum við gagnaöflunina.
    Niðurstöður rannsóknar okkar eru að hægt sé að nota hugmyndafræði leikskólans við kennslu yngstu barna grunnskólans. Til þess að hægt sé að nota hugmyndafræði leikskólans við kennslu yngstu barna grunnskólans þarf að breyta áherslum Aðlanámskrár grunnskóla og gera þær barnmiðaðri. Aðalnámskrá leik- og grunnskóla eru lýsandi fyrir þau skólastig sem þær standa fyrir. Aðalnámskrá leikskóla er barnmiðuð en Aðalnámskra grunnskóla er markmiðsmiðuð. Þær kenningar sem við kynntum okkur um nám barna styðja þá skoðun okkar að byggja eigi á reynslu og fyrri þekkingu nemendanna en ekki framtíðarmarkmiðum námskráa, því á sú hugmyndafræði sem notuð er í leikskólum vel heima við kennslu yngstu barna grunnskólans.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 01.06.2009
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thader.pdf373 kBTakmarkaðurÞað er leikur að læra - heildPDF
thader_e.pdf111.46 kBOpinnÞað er leikur að læra - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
thader_h.pdf107.85 kBOpinnÞað er leikur að læra - heimildaskráPDFSkoða/Opna
thader_u.pdf83.61 kBOpinnÞað er leikur að læra - útdrátturPDFSkoða/Opna