ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/572

Titill

Að fanga náttúruna í Krossanesborgum : grenndarkennsla í leikskólum

Útdráttur

Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefnið er grenndarkennsla í leikskólum og vettvangsferðir í Krossanesborgir í Eyjafirði í tengslum við hana. Grenndarkennsla er ekki gamalt hugtak. Rætur hennar liggja í umhverfismenntinni en hún nær þó yfir víðara svið. Í grenndarkennslu er markmiðið að gera börnin læs á nánasta umhverfi sitt, bæði landfræðilega, náttúrulega og menningarlega. Viðfangsefnin miðast við að farið sé frá hinu nálæga til hins fjarlæga, frá því þekkta til hins óþekkta, frá því hlutbundna til hins óhlutbundna. Í ritgerðinni er leitast við að sýna á hvern hátt nýta má afmörkuð svæði, eins og t.d. Krossanesborgir, til vettvangsferða með leikskólabörnum og kennslu tengdri þeim. Fjallað er um kenningar fjögurra fræðimanna um nám og þroska barna og sýnt fram á hvernig kenningar þeirra tengjast kennslu með þessum hætti. Með því að fara með börnin endurtekið á sama svæði, teljum við að þau eigi auðveldara með að byggja ofan á fyrri reynslu og þar með ná þau að festa betur í sessi upplifanir sínar og efla eigin sjálfsmynd. Á þann hátt búum við börnin betur undir það að mynda sér eigin skoðanir síðar meir um náttúruna og umhverfið. Ferðir í Krossanesborgir bjóða upp á margar leiðir í umfjöllun og úrvinnslu, en við tökum fyrir þrjá þætti, menningu, náttúru og fuglalíf og gerum þeim skil í þessari ritgerð.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2006


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
adfanga.pdf1,12MBTakmarkaður Að fanga náttúruna í Krossanesborgum - heild PDF  
adfanga_e.pdf102KBOpinn Að fanga náttúruna í Krossanesborgum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
adfanga_h.pdf142KBOpinn Að fanga náttúruna í Krossanesborgum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
adfanga_u.pdf102KBOpinn Að fanga náttúruna í Krossanesborgum - útdráttur PDF Skoða/Opna