ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5722

Titill

Vetrarafþreying á Norðurlandi : mögulegir samstarfsaðilar

Útdráttur

Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort samstarf milli aðila í vetrarafþreyingu á Eyjafjarðarsvæðinu sé raunhæft og hvaða aðilar ættu þá að koma að slíku samstarfi. Einnig að varpa ljósi á hvaða aðilar hagnast mest á því að fara í samstarf og benda á mögulega veikleika og vandamál.
Unnin var fræðileg greining á samstarfi fyrirtækja þar sem ástæður og rök fyrir samstarfi voru dregin fram og fjallað um mismunandi samstarfsform fyrirtækja. Þá var klasasamstarf sérstaklega tekið fyrir og einkenni klasa greind. Þá voru gerð skil á muninum milli hefðbundins samstarfs og klasasamstarfs. Notast var við eigindlega aðferð við rannsóknina en tekin voru hálfstöðluð viðtöl við forstöðumenn fjögurra skíðasvæða á Eyjafjarðarsvæðinu og þrjú við yfirmenn íþróttamannvirkja í sveitarfélögum á svæðinu.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að forstöðumenn skíðasvæðanna og sundlauga við Eyjafjörð telja að þörf sé á samtarfi milli afþreyingaraðila á svæðinu en markmið með samstarfinu þurfi að vera skýr og mikilvægt að sá sem stjórnar hafi trúnað rekstaraðila. Greinilegt er að stjórnendur minni skíðasvæðanna líta á stærð Hlíðarfjalls sem ógn við sitt svæði frekar en tækifæri og eru nokkuð hræddir við samstarf.

Samþykkt
23.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vetrarafþreying á ... .pdf716KBOpinn "Vetrarafþreying á Norðurlandi"-heild PDF Skoða/Opna