ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5728

Titill

Menningarmál og atvinnuppbygging sveitarfélaga

Leiðbeinandi
Útdráttur

Tilgangurinn með lokaverkefninu var að rannsaka hvort framlög til menningarmála hafi áhrif á atvinnuuppbyggingu hjá íslenskum sveitarfélögum og hvernig aukin framlög geti stuðlað að nýjum atvinnutækifærum. Til grundvallar var lögð kenning Richard Florida um hina skapandi stétt en hún byggist hugmyndinni um að frumleiki og sköpunargáfa séu eitt helsta hreyfiafl efnahagslífsins í heiminum í dag. Samkvæmt Florida vill hin skapandi stétt skapa ný viðmið og rjúfa skorður sem mótaðar eru fyrirfram. Í auknum mæli er farið að horfa á af hverju fólk kýs að búa á ákveðnum svæðum umfram önnur. Kenningar Richard Florida ganga út á það að hin skapandi stétt laði að sér skapandi fólk til búsetu og því fjölbreyttara sem mannlífið sé þeim mun meiri fjölbreytni í nýsköpun. Þetta leiði af sér aukinn efnahagslegan ábata. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við menningarfrömuði þriggja sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar og Reykjanesbæjar sem og myndlistarmann og leikstjóra. Voru notuð töluleg gögn frá bæjarfélögunum og Hagstofunni sem ítarefni með viðtölunum.
Markverðustu niðurstöðurnar eru ábending um það að fjárframlög til menningarmála hafa mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu sveitarfélaga. Menningarlíf er í nokkuð föstum skorðum og hin skapandi stétt færir samfélaginu margar nýjungar enda ræður sköpunargleði þar ríkjum, t.d. í menningartengdri ferðaþjónustu.

Samþykkt
23.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerðin.pdf672KBOpinn "Menningarmál og atvinnuppbygging sveitarfélaga" - heild PDF Skoða/Opna