ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5730

Titill

Stefnumiðuð stjórnun menningartengdrar ferðaþjónustu í svæðisbundinni stofnun : tækifæri í viðburða- og ráðstefnuferðamennsku í Reykjanesbæ

Útdráttur

Í verkefni þessu er fjallað um stefnumótun og markaðsáætlun svæðisbundinnar menningarstofnunar. Hljómahöllin er tónleika- og ráðstefnuhús og tónlistarskóli í byggingu. Húsið býður upp á fjölda möguleika og með verkefninu er reynt að ýta undir hagræna nýtingu sem gæti skapað tekjur fyrir sveitarfélagið. Markmiðið er að skoða hvort stefnumótandi stjórnun getur ýtt undir fjölgum markvissra viðburða og ráðstefna í viðkomandi fyrirtæki og hvort slíkt hefði jákvæð áhrif fyrir sveitarfélagið.
Fjallað er almennt um ferðaþjónustu og þeir þættir skoðaðir sem teljast megin hvatar þess að ferðamenn koma til landsins. Menningartengdri ferðaþjónustu eru gerð góð skil og skoðað er hvort menning og menningarlíf geti verið drifkraftur í aukningu ferðamanna til tiltekinna staða landsins og hvaða hagrænu áhrif aukinn ferðamannastraumur hefur á svæðið.
Við vinnslu rannsóknarinnar voru notaðar megindlegar aðferðir og einnig eigindlegar. Tekin voru viðtöl við fjölmarga einstaklinga sem komið hafa að stofnun og framkvæmd Hljómahallarinnar.
Það er trú höfundar að með Hljómahöllinni sé hægt að skapa umgjörð sem laðar að fjölda ferðamanna til Reykjanesbæjar ef rétt er staðið að málum. Hljómahöllin er glæsilegt húsnæði sem býður upp á fjölmarga möguleika til tónleikahalds, ráðstefnu- og viðburðaferðamennsku og hýsir einnig hið glæsilega Poppminjasafn, sem leiðir gesti í gegnum sögu popps og rokks í Reykjanesbæ og þess menningarheims sem hafði áhrif á tónlistina í kringum 1960 – 1970.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
23.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni_Hljom... .pdf1,03MBLokaður Stefnumiðuð stjórnun menningartengdrar ferðaþjónustu í svæðisbundinni stofnun- heild PDF