ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5755

Titill

Innkaupastefna Akureyrarbæjar - ávinningur eða fjötur?

Útdráttur

Verkefnið er hagnýtt og fjallar um framkvæmd innkaupa hjá Akureyrarbæ, eftirlit með þeim og greiningu á mögulegum umbótatækifærum. Í fræðilegum hluta þess er fjallað um innkaup almennt, bæði í sögulegu samhengi og hvernig innkaup hafa orðið hluti vörustjórnunar í tímans rás. Skoðuð eru innkaup í opinbera geiranum, ásamt þeim lagaramma sem ætlast er til að opinberar stofnanir og sveitarfélög fylgi. Einnig er fjallað um ferli og stjórnun þeirra, ásamt helstu skilgreiningum á stjórnunarvíddum er varða mið- og dreifstýringu.
Rannsóknin byggist á hugmyndafræði tilfellarannsókna þar sem málaflokkurinn er skoðaður hjá völdum stofnunum innan Akureyrarbæjar en heimildaöflun byggir á hálfstöðluðum viðtölum við stjórnendur þeirra. Auk þess var heimilda aflað hjá innkaupastjóra Akureyrarbæjar og forstöðumanni hagþjóustu Akureyrarbæjar. Innkaupareglur voru greindar og einnig sú aðferðafræði sem notuð er hjá stofnunum bæjarins. Gerðar eru tillögur að úrbótaverkefnum sem mögulegt er að vinna á grundvelli niðurstaðna.
Niðurstöður benda til þess að innkaupastefnu bæjarins sé fylgt þegar kemur að mjög stórum vöruflokkum en brotalöm sé á þegar um minni upphæðir er að ræða. Umtalsverður munur er á vinnubrögðum milli stofnana bæjarins. Mikil þörf er á samráði og samvinnu milli deilda og gera þarf átak í að fylgja eftir stefnunni varðandi vöruflokka sem eru veigalitlir hjá hverri deild en vega þungt í heildarrekstri sveitarfélagsins. Eftirfylgni og eftirliti með reikningum í fjárhagsbókhaldi er verulega ábótavant. Niðurstaða rannsóknarinnar er að brýnt sé að taka upp hugmyndafræði ferlastjórnunar og stöðugra endurbóta sem vísað er til í fræðilegri umfjöllun hennar. Með því náist betri árangur í innkaupum. Að lokum eru gerðar tillögur að mögulegum umbótaverkefnum sem hægt væri að vinna í þeim tilgangi að bæta núverandi innkaupaferli hjá bæjarfélaginu.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
23.6.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Innkaupastefna Aku... .pdf138KBOpinn Innkaupastefna Akureyrarbæjar efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Innkaupastefna Aku... .pdf631KBLokaður Innkaupastefna Akureyrarbæjar Heild PDF  
Innkaupastefna Aku... .pdf136KBOpinn Innkaupastefna Akureyrarbæjar Heimildaskrá PDF Skoða/Opna